Slátrarinn frá Bosníu missti stjórn á sér: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi – Myndband

Var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Ratko Mladic Var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Ratko Mladic var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Dómur í málinu féll hjá Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag í morgun.

Mladic, sem gekk undir nafninu slátrarinn frá Bosníu, missti stjórn á sér í dómsal eftir að hann hafði verið sakfelldur. Hann gerði hróp og köll að dómurum málsins og var hann að lokum fjarlægður af laganna vörðum.

Mladic var meðal annars gefið að sök að hafa staðið á bak við stríðsglæpi í Bosníustríðinu á tíunda áratug síðustu aldar og þjóðernishreinsanir í Srebrenica, þar sem rúmlega 8.000 menn voru myrtir og grafnir í fjöldagröf. Var hann sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum málsins.

Aðstandendur þeirra sem voru myrtir í Srebrenica klöppuðu þegar dómur í málinu var kveðinn upp. Sonur Mladic, Darko, sagði að dómurinn hefði ekki komið á óvart því augljóst hefði verið að dómstóllinn hafi ekki verið hlutlaus. Búist er við því að Mladic áfrýji dómnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.