Fréttir

Helgi í Góu ósáttur: „Í blíðu og stríðu þar til dauðinn skilur okkur að“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 10:44

Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu skorar á lífeyrissjóðina að hugsa arðsemi upp á nýtt. Hefur hann hafið undirskriftasöfnun og tekið þátt í að láta búa til hjartnæmt en átakanlegt myndskeið sem sjá má neðst í fréttinni. Helg í Góu segir:

„Í þetta skiptið beinum við kastljósinu að loforðinu sem við gefum við altarið:

„Í blíðu og stríðu þar til dauðinn skilur okkur að,“ sem er í raun og veru „Í blíðu og stríðu þar til heilsan skilur okkur að“, þar sem fólk fær ekki að búa með maka sínum ef makinn þarf umönnun á yfirfullu hjúkrunarheimili.“

Helgi bendir á að fjöldi eldra fólk sé á stöðugum þeytingi og ferðalagi á milli hjúkrunarheimila og eigin heimila með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan.

„Lífeyrissjóðirnir geta komið í veg fyrir þann skilnað,“ segir Helgi. „Hvað er arðsemi í raun og veru og til hvers borgum við í lífeyrissjóð? Gott ævikvöld er það sem við vonumst eftir, eða eins gott og kostur er og heilsan leyfir, en að vera aðskilin er ekki það sem eldra fólk óskar sér. Í það ættu fjármunirnir að fara.“

Þá segir Helgi um þessa nýju herferð sína: „Fasteignir eru góð fjárfesting. Fasteign sem þjónar öldruðu fólki betur en hægt er að gera núna er besta fjárfestingin.“

Hægt er að skora á lífeyrissjóðina um breytta fjárfestingarstefnu á síðunni Okkarsjodir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FókusFréttir
Í gær

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér
Í gær

Hvar eru konurnar?

Hvar eru konurnar?
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum