Harmleikur í Askim í Noregi – Sjö ára drengur hvarf á leið heim úr skóla – Fannst látinn í nótt

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Mikill fjöldi fólks leitaði að sjö ára dreng í Askim í Noregi í gærkvöldi og fram yfir miðnætti en drengurinn skilaði sér ekki heim úr skóla. Hann fannst skömmu eftir miðnætti í vatni í bænum og var þá látinn.

Foreldrar drengsins komu í skóla hans til að sækja hann klukkan 16 en óku heim án hans því ákveðið hafði verið að hann skyldi ganga heim. Eftir það spurðist ekkert til ferða hans að sögn talsmanns lögreglunnar.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Í frétt NRK er haft eftir Mathias Emil Hager, talsmanni lögreglunnar, að hann vilji ekki svara því hvort dauða piltsins hafi borið að með óeðlilegum hætti eða hvort um slys hafi verið að ræða. Nú sé verið að rannsaka málið og allir þættir þess verði rannsakaðir.

Lögreglan notaði hunda og þyrlu við leitina í gærkvöldi og almenningur var beðinn um að leggja sitt af mörkum. Mörg hundruð manns tóku þátt í leitinni. Það voru síðan kafarar sem fundu lík drengsins í vatninu skömmu eftir miðnætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.