Allt leikur á reiðiskjálfi milli Bjartmars og Margrétar: „Þú ert sjúkur í hausnum Bjartmar“

Stórar ásakanir ganga á víxl á milli Bjartmars Odds Alexanderssonar og Margrétar Friðriksdóttur á Stjórnmálaspjallinu en þau saka hvort annað um lygar. Ástæða þess er frægt viðtal sem Bjartmar tók við Margréti og Örvar Harðarson þar sem þau ræddu múslíma. Margrét sakaði Bjartmar um hann hafi „klippt myndbandið í drasl“ og því birtir hann það nú óklippt.

„Málflutningur Margrétar eins og kemur oft fram inn á þessu spjalli, sem hún sjálf stjórnar, er mjög oft lygi og rógburður. Margrét hefur oft verið gripin við að ljúga og birta falskar fréttir hérna inni og hikar ekki við að henda þeim út af þessu spjalli sem benda á þessar lygar hennar,“ skrifar Bjartmar og deilir óklipptu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.

Margrét tekur illa í þetta og segir myndbandið enn vera klippt: „Þetta er ekki óklippt útgáfa viðtalið var tæpir 3 tíma í heild sinni, eða 2 tímar og 46. mín nkl. þannig lyginn er öll þín megin, stattu við orð þín ég vil fá að sjá ALLT viðtalið? Svo hef ég ekki verið að pósta neinum fake news, þú ert sjúkur í hausnum Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og átt greinilega meira bágt en ég gerði mér grein fyrir. Ég er svo engin lygari eins og þú heldur fram heldur akkúrat andstæðan, en margur heldur mig sig, Guð hjálpi þér.“

Þau rífast svo um hvort Bjartmar hafi neitað því að fólk væri krossfest í Sádi-Arabíu. „Horfðu bara á myndbandið, þar kemur það einmitt fram að ég sagði það aldrei heldur leiðrétti ég þá lýgi sem þú hélst fram í viðtalinu að samkvæmt landslögum Saudi Arabíu ætti að henda samkynhneigðum einstaklingum af byggingum eða kveikja í þeim. Aldrei var talað um neinar krossfestingar, sú umræða hefur augljóslega bara átt sér stað í furðulega raunveruleikanum þínum,“ svarar Bjartmar.

Því svarar Margrét: „Það er kannski misskilningur engin lygi, ég man ekki betur en ég hafi séð myndband af slíkri meðferð í Saudi Arabíu, skiptir þig máli hvernig fólk er drepið og misþyrmt þarna, er það aðalatriðið að þínu viti?“

Bjartmar segir þetta ekki vera misskilning. „Það er ekki misskilningur þegar þér er bent á rangfærsluna og þú stendur fast á henni samt sem áður. Þú getur ekki falið endalausar lygar þínar bakvið endalausan misskilning. Þú ert að lesa og dreifa falsfréttum sem einmitt eru einfaldlega lýgi,“ segir hann.

Þá svarar Margrét: „Þú ert sjálfur lygari og siðblindur, þú laugst því t.d að þú ætlaðir að setja óklippt á netið á sama tíma og klippta viðtalið var sett á youtube, svo laugstu því að það væri ekki hægt að setja óklippt á netið þar sem þetta væri svo stór file, þannig lygin er þín megin, ég man þetta ekki allt nákvæmlega enda næstum 2. ár síðað þetta var tekið upp, og núna ertu fyrst að opinbera, lygin er þín megin, og ég man að Stefán Erlingsson var vitni að þessu samtali okkar, Örvar Harðarson ætti líka að muna eftir þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.