Fréttir

Yfirlýsingar með nöfnum að vænta í kvöld: Íslenskar stjórnmálakonur stíga fram – „Þarna eru sögur af óviðeigandi orðum, áreitni, snertingu og nauðgun“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 15:32

Ráðherrar, þingkonur og konur í borgar- og sveitastjórnarmálum eru í hópi nokkur hundruð kvenna sem ræða málin sín á milli í nýstofnunum Facebook-hópi.

Fréttavefur Vísis fjallaði fyrst um hópinn og segir að í honum séu meðal annars konur sem saki stjórnmálamenn um áreitni og jafnvel kynferðisbrot sem þær hafa orðið fyrir á sínum pólitíska ferli.

Heimildir DV herma að yfirlýsingar frá konunum og lista með nöfnum þeirra sé að vænta mjög fljótlega.

Að sögn Vísis eru nokkur hundruð konur í hópnum og eru fyrrverandi og núverandi ráðherrar í þeim hópi sem og þingmenn og konur sem unnið hafa í stjórnsýslunni hér á landi. Um sex hundruð konur eru í hópnum og eru þær úr öllum flokkum, bæði með mikla og litla reynslu í stjórnmálum. Fullyrt er að konurnar ætli að stíga fram í sameiningu og kalla eftir því að menningin í stjórnmálum hér á landi breytist til hins betra.

Samkvæmt heimildum DV er yfirlýsingarinnar – og nafnalista með nöfnum þeirra kvenna sem að yfirlýsingunni standa – að vænta mjög fljótlega, jafnvel í kvöld. Þá herma heimildir DV að konurnar sem um ræðir hafi sammælst um að tala ekki við fjölmiðla fyrr en yfirlýsingin hefur verið send út. Gerendurnir í málunum eru ekki nafngreindir og er þetta því sambærilegt því sem sænskar stjórnmálakonur gerðu á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum DV eru í hópnum fjölmargar þekktar konur úr íslenskum stjórnmálaheimi. Þar hafa konur skipst á frásögnum og greint frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir af karlmönnum í stjórnmálastétt, sveitastjórn og innan stjórnsýslunnar.

Frásagnirnar eru misjafnar eins og þær eru margar. Í hópnum er að finna frásagnir þar sem konur hafa verið áreittar með orðum, snertingu og þá stíga konur fram og greina frá enn skelfilegra ofbeldi og hafa greint öðrum konum frá því að þeim hafi verið nauðgað. „Þarna eru sögur af óviðeigandi orðum, áreitni, snertingu og nauðgun,“ sagði viðmælandi DV sem segir að frásögnunum fjölgi stöðugt. Bætti viðmælandi við að hópurinn væri að vinna að yfirlýsingu og hennar væri að öllum líkindum að vænta í dag. Frásagnir í hópnum eru allar nafnlausa og gerendur ekki nefndir á nafn.

Í frétt Vísis er einnig fjallað um sambærilegan hóp kvenna í leiklistarheiminum hér á landi þar sem konur ræða sín á milli um kynferðislega áreitni. Ekki liggur fyrir hvort hópurinn muni stíga fram opinberlega og senda frá sér yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn