Sérstakur 400 metra langur hlutur á ferð um sólkerfið okkar - Hvaðan kom hann?

Tölvugerð mynd af Oumuamua.
Tölvugerð mynd af Oumuamua.
Mynd: ESO

Dökk rauður 400 metra langur loftsteinn er nú á ferð um sólkerfið okkar. Hann hefur verið nefndur Oumuamua og er fyrsti loftsteinninn, svo vitað sé, sem hefur komið inn í sólkerfið okkar úr öðru sólkerfi. Oumuamua hefur verið á ferð um óravíddir geimsins í margar milljónir ára að því er vísindamenn telja.

Sky-fréttastofan segir að í nýrri grein í vísindaritinu Nature skýri vísindamenn frá því að Oumuamua sé um 400 metra langur og virðist hann helst líkjast vindlingi ef miða má við tölvugerða mynd frá ESO (evrópska stofnunin sem fylgist með himingeimnum frá suðurhveli jarðar).

Þetta er fyrsti loftsteinninn úr öðru sólkerfi sem vísindamenn hafa uppgötvað hér í sólkerfinu okkar. Það voru stjarnvísindamenn á Hawaii sem sáu til loftsteinsins þann 19. október. Eftir frekari rannsóknir og útreikninga hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi komið úr öðru sólkerfi.

Omuamua fer um á 95.000 km/klst. Í fyrstu var talið að hann hefði komið frá stjörnunni Vega, sem er í 25 ljósáráfjarlægð frá jörðinni. En útreikningar sýna að Vega var hvergi nærri núverandi stöðu sinni fyrir 300.000 árum þegar ferðalag Omuamua hófst.

Karen Meech, hjá stjörnufræðistofnunni á Hawaii, sagði að Omuamua hafi hugsalega verið á ferð um Vetrarbrautina í mörg hunduð milljónir ára áður en hann kom nærri sólkerfinu okkar. Á þessum tíma hafi loftsteinninn ekki verið bundinn neinu einstöku sólkerfi.

Hún sagði að Omuamua væri dökkrauður og ekkert ryk væri á honum eða nærri honum. Ýmislegt bendir til að hann innihaldi mikið af málmum og ekki sé mikið af vatni eða ís á honum. Yfirborð hans hefur orðið dökkt og rautt vegna áhrifa geimgeisla í milljónir ára.

Stjörnufræðingar telja að loftsteinar, sem koma ekki úr okkar eigin sólkerfi, fara um sólkerfið okkar einu sinni á ári að meðaltali en erfitt er að sjá þá því þeir eru svo daufir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.