fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Óþekktarormur í Hafnarfirði klifraði upp í krana og þorði ekki niður: Birti sjálfur myndband á Youtube

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur í Hafnarfirði, sem heldur úti Youtube-síðu þar sem hann birtir myndbönd af hinum ýmsum óknyttum sínum, birti um helgina myndband þar sem hann klifrar upp í krana í Hafnarfirði. Pilturinn segir í myndbandinu að hann hafi verið handtekinn en samkvæmt lögreglu er sannleikurinn annar.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, segir í samtali við DV að pilturinn hafi ekki verið handtekinn heldur hafi hann orðið hræddur þegar hann var kominn upp efst í kranann og hafi lögregluþjónar hjálpað honum niður. „Hann var að sjálfsögðu ekki handtekinn. Honum var hjálpað niður úr krananum. Þetta var bara strákur sem fór upp í krana og þorði ekki niður. Það var rok, minnir mig, og kraninn slóst til. Ég held að hann sé nú aðeins að upphefja sjálfan sig, en menn mega það alveg,“ segir Sævar.

Sjá einnig: Hafnfirskur piltur birtir myndband af föður sínum að rassskella 11 ára bróður: „Þetta er leikið“

DV hefur áður fjallað um þennan óþekktarorm en hann hefur birt myndbönd sem sýna hann stela í verslunum, kasta yngri bróður sínum í læk og brjótast inn í sundlaug. Faðir piltsins sagði á dögunum í samtali við DV að öll myndböndin væru leikin en ljóst er eftir samtal við lögreglu að það á ekki við það nýjasta. Faðir piltsins birtist í einu myndbandi þar sem hann rassskellir yngri bróðir þess sextán ára. Hann fullyrti að það væri leikið.

„Hann ber ábyrgð á því sem hann gerir, hann er sextán ára gamall. Þetta myndband sem þú vísar í, auðvitað fengum við hringingar og það var mikil umræða sem við fórum bara í gegnum sem náði hámarki þegar við töluðum við lögguna sem vildi tékka hvort allt væri í lagi. Hvort það væri virkilegt vandamál í gangi. Þar með lauk þessari umræðu,“ sagðir faðir drengsins í samtali við DV fyrr í mánuðinum. Hann sagðist þá ætla að grípa í taumanna.

Í lok myndbandsins má sjá drenginn koma út af lögreglustöð með grímu, líkt og hann hafi verið handsamaður af yfirvöldum. Í myndskeiðinu virðist hann nokkuð brattur eftir ævintýri næturinnar og setur upp speglasólgleraugu. Samkvæmt yfirvöldum er þetta leikið atriði þar sem Sævar greinir frá því að pilturinn hafi fengið að halda leiðar sinnar eftir að honum var bjargað niður úr krananum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“