fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Móðir Guðrúnar send frá fjölskyldunni: Enginn ættingi í minna en tveggja tíma akstursfjarlægð – „Mamma mín er sorgmædd og kvíðin í ókunnugu umhverfi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna er gamla konan á stað sem hún þekkir ekkert til á og enginn ættingi í minna en tveggja tíma akstursfjarlægð frá henni, flestir í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð,“ segir Guðrún Pétursdóttir.

Guðrún vísar þarna í aldraða móður sína sem dvelur á dvalarheimilinu Hjallatúni í Mýrdalshreppi, fjarri nánum aðstandendum sínum. Guðrún skrifaði færslu á Facebook um mál móður sinnar en kveikjan að skrifunum var umfjöllun DV um mál Þórhöllu Karlsdóttur, 91 árs konu, sem dvalið hafði á Landspítalanum um hríð.

Til stóð að senda Þórhöllu upp á Akranes, þvert gegn vilja hennar, eftir að úrskurðað hefði verið að hún væri ekki fær um að halda heimili ein. Hún fékk ekki pláss á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og var viðbúið að bið gæti tekið nokkra mánuði. Eins og DV greindi frá í gær leystist málið á farsælan hátt og hefur Þórhalla nú fengið inni á Hrafnistu.

Hafði um tvo slæma kosti að velja

Segja má að mál móður Guðrúnar sé að mörgu leyti sambærilegt máli Þórhöllu, en í færslu sinni segir Guðrún að móðir hennar hafi lent á spítala á Selfossi og ákveðið hefði verið að hún lægi inni til frekari rannsókna.

„Hrædd, óörugg og ósjálfbjarga var það eini kosturinn.“

„Þetta urðu 6 vikur, ástæðan var að ekki var hlustað á mig frekar en hjá mörgum læknum á undan, að hún væri orðin illa áttuð og þyrfti mikla aðstoð. Það sem gerist er að hún er sett á herbergi fjærst vaktinni, hún man ekki hvernig bjallan virkar og vafrar fram úr rúminu, dettur og brýtur á sér fótinn um ökkla. Ökklabrot eru slæm og enn verri á fullorðnu fólki, hún mun því aldrei ná sér af því,“ sagði Guðrún í færslunni og bætti við að á spítalanum hafi komið í ljós að hún gæti ekki búið ein.

„Eftir sex vikna legu á sjúkrahúsi átti hún um tvo kosti að velja; fara heim og búa ein ósjálfbjarga í hjólastól án nokkurrar aðstoðar frá heilbrigðiskerfinu eða fara í „biðrými“ til Víkur í Mýrdal. Hrædd, óörugg og ósjálfbjarga var það eini kosturinn,“ segir Guðrún sem bætir við að vel sé hugsað um fólkið á Hjallatúni og starfsfólkið sé í einu orði sagt frábært.

„Þannig má segja að manni líði betur með að það er þó hugsað vel um hana en það kemur ekki í staðinn fyrir fjölskyldutengsl. Það breytir því þó ekki að þarna er gamla konan á stað sem hún þekkir ekkert til á og enginn ættingi í minna en tveggja tíma akstursfjarlægð frá henni, flestir í tveggja og hálfstíma akstursfjarlægð. Þarna er hún og búið að takmarka mjög öll tengsl við afkomendur, þú skreppur ekkert eftir vinnu til að kíkja við!,“ segir Guðrún.

Sorgmædd og kvíðin

Hún segir að miklu máli skipti að fólk fái að dvelja í kunnuglegu umhverfi og eins nálægt fólkinu sínu og mögulegt er. Það geri fólki gott eitt að geta tekið áfram þátt í fjölskyldulífi og fylgst með afkomendum sínum.

„Það breytir því þó ekki að þarna er gamla konan á stað sem hún þekkir ekkert til á og enginn ættingi í minna en tveggja tíma akstursfjarlægð frá henni.“

„Nú er mamma á biðlistum á nokkrum dvalarheimilum nær heimabyggð en hún er alltaf á sama stað á þeim listum, alveg sama hversu margir deyja á þeim dvalarheimilum. Þegar ég hringi og spyr þá er alltaf sama svarið að það eigi ekki að skipta máli þó hún sé í biðrými, hún hafi sama rétt og þeir sem eru enn þá ósjálfbjarga heima hjá sér. Veit ekki hvort ég trúi því lengur! Mamma hefur þó okkur systkinin til að hringja og reyna að ýta á en það eru ekki allir svo heppnir!,“ segir Guðrún sem bendir á að saga móður hennar sé því miður ekkert einsdæmi. Tilgangur skrifanna hafi ekki verið að fá vorkunn því hún horfi upp á fleiri í svipuðum sporum.

„Það breytir ekki því að mamma mín er sorgmædd og kvíðin í ókunnugu umhverfi og getur ekki verið í eins miklu sambandi við afkomendur og ef hún væri styttra frá okkur.
Ég hef oft furðað mig á því að það virðist sem ekki sé gert ráð fyrir að fólk í uppsveitum Árnessýslu þurfi að komast á dvalarheimili því þau fyrirfinnast ekki hér. Einhvern tíma stóð til að byggja slík fyrir uppsveitir en mér er sagt að hreppapólitík hafi komið í veg fyrir það,“ segir Guðrún sem bendir á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sé þingmaðurinn hennar og hann hafi talað fyrir því í nýafstaðinni kosningabaráttu að flokkurinn vildi gera vel fyrir eldri borgara. Guðrún spyr hvers vegna flokkurinn hafi ekki verið löngu búinn að því.

„Ég er sorgmædd og reið fyrir hönd eldri borgara á Íslandi og vona að ég þurfi ekki á aðstoð að halda frá samfélaginu ef ég fæ að verða gömul kona!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu