fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Maður og kona handtekin vegna gruns um vændisstarfsemi í Reykjavík

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfssemi.

Fólkið, sem er á fertugs- og fimmtugsaldri og grunað um að standa að baki starfseminni, var handtekið í kjölfar húsleitar lögreglu á þremur stöðum í Reykjavík. Á tveimur þeirra voru enn fremur þrjár konur á þrítugsaldri. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals og verða þeim fundin viðeigandi úrræði.

Við húsleitirnar var lagt hald á tölvu- og símagögn, auk fjármuna.

Í tilkynningu frá lögrelgu vegna málsins kemur fram að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“