fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Jarðarberjabakki varð bíræfnum ræningjum að falli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fingraför, framburður vitna eða upptökur úr eftirlitsmyndavélum eru oft það sem kemur lögreglunni á spor afbrotamanna og hjálpar henni við að upplýsa sakamál. En öðru hvoru eru það önnur og jafnvel ansi sérstök sönnunargögn sem verða afbrotamönnum að falli.

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku handtók í sumar þrjá rúmenska ríkisborgara, tvo karla og eina konu, sem fóru um Hobro og Give og rændu verðmætum af eldra fólki. Það var jarðarberjabakki sem varð fólkinu að falli. Jarðarberjabakkinn var svo sérstakur að hann varð til þess að lögreglan komst á slóð fólksins.

Fólkið gaf sig á tal við eldra fólk á götu úti og spurði til vegar og sýndi því „gullskartgripi“ sem það sagðist vilja selja. Síðan breyttist allt og gamla fólkið var tekið föstum tökum og skartgripir teknir af því áður en Rúmenarnir héldu sína leið með ránsfenginn. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Vitni sagði lögreglunni að það hefði séð fólkið aka um í bíl nærri stað þar sem ein eldri kona hafði orðið fórnarlamb þeirra. Vitnið sagði að í aftursæti bílsins hefði kona setið og verið með stóran bakka af jarðarberjum í höndunum. Útlit jarðarberjabakkans var svo sérstakt að lögreglumenn gátu rakið rætur hans til einnar verslunar. Þar fengu þeir aðgang að upptökum úr eftirlitsmyndavélum og viti menn, á upptökunum sáust Rúmenarnir þrír sem nú hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir ránin.

Rúmenarnir voru nýlega dæmdir í 18 mánaða fangelsi og verður síðan vísað frá Danmörku að afplánun refsingar lokinni og mega ekki koma aftur til landsins næstu 12 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala