Bryndís í lífshættu: „Ég vissi ekki að ég gæti orðið svona hrædd“ Styrkið björgunar- sveitirnar - Sjáðu myndbandið

Bryndís Sigurðardóttir ritstjóri BB á Ísafirði var hætt komin á Hvilftarströnd. Bryndís ók út af í hríðarbyl og líkt og sést á mynd er afar bratt niður. Litlu mátti muna að illa færi.

„Ég var á engri ferð, annars hefði ég bara farið alveg niður í sjó, það er frekar bratt þarna,“ segir Bryndís í samtali við DV. „Ég vissi ekki að ég gæti orðið svona hrædd.“

Bryndís tjáði sig einnig um atvikið á Facebook. Þar segir hún:

„Sat skelfingu lostin og horfði niður í sjó en þorði ekki að hreyfa legg né lið svo bíllinn rynni ekki áfram niður. Vegfarandi var svo elskulegur að draga mig út úr bílnum. Takk Dúi. og svo komu Sæbjargarmenn að bjarga bílnum. Takk Nonni, Hrefna, Jói OG Þór“, segir Bryndís. „Ef einhver á eftir að styrkja björgunarsveitir á þessu ári er rétt að minna á það hér.“

Hér má sjá myndband af björgunaraðgerðum.


Útaf á Hvilftarströnd from bb.is on Vimeo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.