Bjarki afgreiddi nýdæmdan barnaníðing og gaf honum það sem hann vildi alls ekki: „Hef séð ælupolla sem voru girnilegri“

Bjarki Ragnarsson var að klára uppsagnarfrest á skyndibitastað þegar nýlega dæmdur barnaníðingur kom og bað um eitthvað af grillinu.

Bjarki sá sér leik á borði og gaf honum með viðbjóðslegri máltíðum sem hann hefur nokkurn tímann afgreitt. Bjarki opnaði sig um atvikið í Facebook-hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum. Þá fjallaði menn.is nafnlaust um sögu Bjarka en hún hefur vakið nokkra athygli.

Í samtali við DV segir Bjarki að hann vilji ekki að maðurinn sé nafngreindur en óhætt er að segja að mál hans hafi vakið mikla athygli fyrir fáeinum árum og var talið meðal viðbjóðslegri málum af þeim toga sem hafa komið upp á Íslandi. Bjarki segir:

„Ég var að vinna í sjoppulúgu og það kom nýdæmdur barnaníðingur og pantaði eitthvað af grillinu. Hann bað sérstaklega ekki um neinn tómat. Ég kramdi og grillaði nokkra tómata og setti á brauð og lét hann hafa það. Ég verð að segja að ég hef séð ælupolla sem voru girnilegri. Hann kom aftur seinna um kvöldið og kvartaði yfir þessu. Ég sagði honum að googla orðið karma og lokaði lúgunni á hann.“

Ein kona gagnrýnir Bjarka og spyr hvort hann sé nokkuð skárri en barnaníðingurinn þar sem hann hefði getað verið með ofnæmi og dáið. Því svarar Bjarki fullum hálsi:

„Ég er miljón sinnum skárri, því ég hefði þá óvart losað heiminn við barnaníðing. Ég er á þeirri skoðun að svona fólk þurfi að fá meiri refsingu heldur en er dæmt á þá. Ef fullorðinn karlmaður nauðgar nokkrum börnum og er síðan kærður mun hann bara fá einhvern skilorðsdóm og smá sekt, mér finnst það ekki nóg. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir svona lið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.