fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ólína kom að meðvitundarlausum manni í frostinu: „Þau létu sem þau sæju hann ekki“ – Var orðinn stífur af kulda

Fjallar um mál konunnar sem var ósjálfbjarga í miðborg Reykjavíkur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef okkur hefði ekki borið þarna að þá er aldrei að vita hvernig þetta hefði endað,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður. Ólína rifjar þarna upp þegar hún kom að meðvitundarlausum manni sem lá á götunni um frostkalda nótt.

Tilefni pistilsins, sem Ólína ritar á Facebook-síðu sína, eru fréttir um mál ungrar konu sem var ósjalfbjarga á föstudagsnótt í miðbæ Reykjavíkur. Hrafnkell Ívarsson, sem starfað hefur við dyravörslu í sex ár, skrifaði um málið á Facebook og vakti færslan mikla athygli.

Gagnrýndi lögreglu

Hrafnkell gagnrýndi vinnubrögð lögreglu harðlega og lýsti því hvernig hún hefði ekkert viljað fyrir ungu konuna gera. Eftir að hafa hringt í neyðarlínuna og beðið í 25 mínútur tókst honum að veifa lögreglubíl. Ekkert annað en yfirlæti hafi mætt honum frá tveimur lögreglukonum sem í bílnum voru. Hann sagði stúlkuna ekki hafa getað gert grein fyrir sér og síðar um kvöldið hafi hann horft á eftir henni út í nóttina eftir að lögreglumaður hafði gefið sig á tal við hana.

Sjá einnig:
Dyravörður segir lögreglu ekkert hafa viljað gera fyrir ósjálfbjarga stúlku sem virðist hafa verið byrlað lyf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðnu sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi vegna málsins og sagðist hún taka ábendingum dyravarðarins alvarlega. Stúlkan hafi ekki kært sig um aðstoð lögreglu og leit svo á að lögreglumenn á vettvangi hafi brugðist rétt við.

Á alltaf að fá aðstoð

Í pistli á Facebook-síðu sinni segir Ólína að ósjálfbjarga einstaklingur eigi að fá aðstoð – gildi þá einu í hvaða ástandi viðkomandi er.

„Ef ung kona er á meðvitundarmörkum í miðbæ Reykjavíkur um miðja nótt er það tilefni afskipta/aðstoðar,“ segir Ólína áður en hún rifjar upp þegar hún kom að meðvitundarlausum manni sem lá á götunni um frostkalda nótt fyrir mörgum árum.

„Á undan mér gekk hópur fólks. Þau stigu yfir manninn, í orðsins fyllstu merkingu, og létu sem þau sæju hann ekki. Við hjónin fórum að huga að ástandi hans, og þá kom í ljós að hann var orðinn alveg stífur af kulda og algjörlega ósjálfbjarga. Þar sem við vorum að stumra yfir honum, kom einn úr hópnum á undan til baka – hafði fengið bakþanka þegar hann sá okkur sinna manninum og kom til okkar. Hann afsakaði sig með því að þau hefðu bara haldið að maðurinn væri „bara brennivínsdauður“. Einmitt það. Maður liggur brennivínsdauður í 7 stiga frosti um miðja nótt. Hvernig endar það án afskipta? Með dauða. — Svo fór þó ekki að þessu sinni, sem betur fer. En ef okkur hefði ekki borið þarna að þá er aldrei að vita hvernig þetta hefði endað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu