fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hjalti Úrsus sviðsetur meinta morðtilraun og birtir myndir af hnífnum: „Þetta er blákaldur raunveruleikinn”

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Úrsus Árnason sviðsetur atburðarás í meintri morðtilraun sem sonur hans, Árni Gils, var dæmdur fyrir á dögunum í nýrri heimildarmynd. Hjalti segir í samtali við DV að heimildarmyndin verði birt í fullri lengd síðar í vikunni en mál Árna Gils verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir viku. Hjalti hefur birti hluta heimildarmyndarinnar á Facebook-síðu sinni og það myndband má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hjalti Úrsus segir son sinn saklausan af morðtilraun: Leiddur fyrir dómara á sundskýlu

Óhætt er að segja að þó Árni Gils hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa reynt að myrða mann í Breiðholti þá séu ekki öll kurl komin til grafar í málinu. Hjalti og Árni Gils hafa báðir ávallt haldið fram sakleysi þess síðarnefnda. DV hefur ítarlega fjallað um málið bæði fyrir og eftir að dómur féll í málinu.

Árni Gils var í ágúst dæmdur í fjögurra ára fangelsifyrir að hafa reynt að myrða mann í Breiðholti í mars með því að stinga hann í höfuðið með hníf. Lykilvitni í málinu, gömul vinkona Árna, sagðist hafði sinnast við hann umrætt kvöld, segist hafa séð hnífinn um mánuði síðar í íbúð vinar síns. Sama vitni sagði að fórnarlambið hafi reynt að múta sér til að breyta ekki framburði sínum.

Sjá einnig: Reyfarakenndur dómur Árna Gils Hjaltasonar Úrsus: Vitni mútað, furðulítið blóð og hvar er hnífurinn?

Það sem er óumdeilt í málinu er að Árni kom á vettvangi á bíl vinkonu sinnar, sem var í íbúð frænku sinnar við Iðufell ásamt fórnarlambi. Fórnarlambið og vinkonan, sem er fyrrnefnt lykilvitni, koma út og þá á sér stað pústur á milli Árna og fórnarlambsins. Síðar um kvöldið kemur fórnarlamb á neyðarmóttöku og er þá með skurð vinstra megin fyrir ofan eyra. Árni Gils hefur ávallt fullyrt að hann hafi ekki stungið manninn en hann hafi þó varist árás hans.

Birtir mynd af meintu vopni

Að sögn Hjalti hafi lögregla og saksóknari haft lítinn áhuga á því að hafa uppi á hnífnum. Lögregla fann aldrei meint árásarvopn, langan hníf, en vitni við réttarhöldin fullyrti að fórnarlambið hafi tekið hnífinn af vettvangi. Hjalti segist þó hafa mynd af hnífnum undir höndum og birtir hann þá mynd á Facebook-síðu sinni. Fórnarlambið viðurkenndi fyrir dómi að hafa komið með hnífinn á vettvangi. „Ég var undir áhrifum sjálfur og tel mig trú um að hann hafi dottið úr vasanum hjá mér, en ég beitti hnífnum aldrei,“ fullyrti fórnarlambið.

Örfáir dropar

Í myndbandinu ræðir Hjalti sérstaklega blóðdropa á vettvangi en líkt og DV hefur áður greint frá voru einungis örfáir blóðdropar á staðnum. Hjalti spyr hvernig geti staðið á því að svo fáir blóðdropar hafi verið í snjónum við Leifasjoppu ef fórnarlambið hafi hlotið áverka sína þar. Hjalti birtir enn fremur myndir af áverkum fórnarlambsins. „Vandamálið í þessu er það að það eru fjórir eða fimm litlir blóðdropar á vettvangi. Ef Árni hefði stungið hann með svona stórum hníf í höfuðið, þetta er í snjó, þá hefði flætt blóðið út um allt. Það líða alla vega 35 mínútur, 40 mínútur lágmark þar til hann er stunginn þar til hann er kominn niður á Landspítala. Maður með svona hrikalegt sár fer auðvitað strax,“ segir Hjalti í myndbandinu.

Rannsóknarlögreglumaður og blóðferlasérfræðingur bar vitni við aðalmeðferð málsins og sagði hann að af þeim myndum sem hann hafi séð þá bentu þeir ekki til þess að slagæð hafi verið rofin. Hann sagði þó að þetta gæti hins vegar vel passað við skurð á fingri. „Þetta gæti passað við blóðnasir til dæmis. Þetta var eins og maður hafið staðið þarna örstutt og blóð hafi fallið niður.“ Meðal þeirra mynda sem Hjalti birtir nú má sjá skurði á fingri Árna Gils.

Sviðsetti atvikið

Hjalti lét sjálfur reyna á þetta og sviðsetti með því að hella tómatsósu yfir sig á sama stað. Sú sviðsetning leiddi í ljós að talsvert fleiri dropar voru á snjónum en sjá má á myndum lögreglu. „Þetta stemmir ekki, maður sem verður fyrir svona hrikalegri líkamsárás, hann hringir strax í lögregluna. Af hverju gerði hann það ekki? Því hann var höfuðkúpubrotinn fyrir, hann skuldaði mikið vegna fíkniefna. Honum var bent á það að ef hann færi spítalann með brotið þá yrði hann drepinn. Þetta er blákaldur raunveruleikinn,“ segir Hjalti í myndbandinu.

Í samtali við DV skýrir Hjalti þetta betur og bendir á myndir af verkum mannsins þar sem sjá má að blóð virðist vera að mestu ofarlega á höfði mannsins. Samkvæmt ákæru stakk Árni Gils manninn í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með hníf. Hjalti telur að skurðurinn hafi því verið eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“