fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Egill: „Öruggt að ávinningurinn af þessu mun ekki renna í vasa neytendanna“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hví ætti maður sjálfur að fara að renna vörum í gegnum skanna til að stórfyrirtæki geti sparað í starfsmannahaldi? Það er víst alveg öruggt að ávinningurinn af þessu mun ekki renna í vasa neytendanna,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í færslu á bloggsíðu sinni á vef Eyjunnar.

Í færslunni fjallar Egill um þær breytingar sem hafa orðið – og eru að verða – í verslunum, með tilliti til þjónustu við viðskiptavini. Egill nefnir til dæmis heimabanka viðskiptabankanna þar sem fólk getur sinnt nær öllum sínum málum í gegnum netið, greitt reikninga, millifært o.s.frv.

„…og það er eins og maður eigi að vera þakklátur fyrir það. Maður er meira að segja látinn greiða gjöld fyrir að hreyfa peningana sem maður á sjálfur. Í auglýsingum er þetta kynnt eins og stórkostlegar framfarir.“

Egill nefnir síðan þjónustustörfin á bensínstöðvunum þar sem flestar eldsneytisstöðvar eru nú orðnar mannlausar og án þjónustu. Áður fyrr hafi fólk getað látið athuga með olíu og rúðuvökva, svo ekki sé minnst á að dæla eldsneyti, og þetta hafi mörgum þótt þægilegt, einkum þeim eldri og þeim sem eru heilsuveilir. Hann bendir á að nú sé þessari þjónustu hætt á bensínstöðvum Orkunnar, áður Skeljungi.

„Það er reynt að koma inn hjá neytendum þeirri hugmynd að það sé einhvers konar frelsi að fá að gera þetta allt sjálfur. Bensínstöðvar selja pylsur, Prins Póló, dömubindi og mjólk – en fást helst ekki lengur við það sem var tilgangur þeirra í upphafi,“ segir Egill sem kveðst fara nú á Olís þar sem hægt er að láta afgreiðslumann dæla bensíni.

„Á sama tíma og fjöldi starfsmanna var rekinn frá gamla Skeljungi borguðu forstjórarnir sér 200 milljón krónur í kaupauka,“ segir Egill sem kveðst nú lesa að þessi þróun muni breytt teygja anga sína inn í verslanir.

„…og enn er manni sagt að þetta sé alveg óhjákvæmilegt. Tæknin býður upp á þetta og þá getur það ekki verið öðruvísi. Og enn er reynt að segja manni að þetta sé í þágu viðskiptavinarins,“ segir Egill sem vísar í ummæli forstjóra Advania, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að með sjálfsagreiðslukerfi væri bæði hægt að spara og veita betri þjónustu.

Agli lýst ekki ýkja vel á þessa þróun.

„Ég dvaldi nokkuð lengi í Bandaríkjunum í sumar þar eru hinir sjálfvirku afgreiðslukassar víða komnir. Og, nei, afsakið, maður fór miklu frekar á kassana þar sem er fólk að afgreiða. Það er ekki bara spurning um hin mannlegu samskipti, heldur er það einfaldlega þægilegra – og miklu betri þjónusta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu