fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ármann: Öræfajökull er að gera sig kláran í gos – „Það er alveg klárt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Höskuldsson einn okkar fremsti eldfjallasérfræðingur er sannfærður um að Öræfajökull sé að gera sig kláran í gos líkt og hann orðar það. Það kom fram í viðtali í Speglinum í dag. Líkt og kom fram í umfjöllun DV í dag þá er gosið í Öræfajökli frá árinu 1362 eitt mesta sprengigos sem orðið hefur á jörðinni undanfarin árþúsund. Þá er eldstöðin sú næststærsta í Evrópu. Þar hefur orðið hrikaleg eldgos.

Sagði Ármann að gosið árið 1362 hefði verið stærsta gos á eftir Vesúvíus sem gaus árið 79 og gróf bæinn Pompeji en talið er að þar hafi allir íbúar látist. Í umfjöllun DV um gosið í Öræfajökli segir:

„Á örfáum klukkutímum breyttist sú blómlega byggð, sem ýmist var nefnd Hérað, Litla Hérað, eða Hérað milli sanda í ömurlega eyðimörk rjúkandi vikurs. Öskustrókurinn úr gíg Knappafellsjökuls var með þvílíkum ódæmum, að askan dreifðist um þriðjung landsins. En ógrynni vikurs og ösku hefur þó lent á haf út, enda segir í samtíma heimildum að vikurinn sást reka hrönnum fyrir Vestfjörðum, svo naumast komust þar skip áfram.“

Ármann var spurður hvað ætti sér nú stað núna í jöklinum:

„Við vitum það að hann er farinn af stað. Hann er að gera sig kláran í gos. Það er alveg klárt. Svo kemur bara í ljós hve lengi hann er að vakna. Þetta er stórt og mikið eldfjall. Stendur nokkuð langt frá heita reitnum. Það er kalt en ekki heitt eldfjall. Þannig að fyrir kvikuna að komast upp er átak. Það þýðir að skjálftavirkni þarf að aukast töluvert. Hins vegar er mjög erfitt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Eyjafjallajökul, 16 til 18 ár. Það má vel vera að það taki Öræfajökul ekki nema nokkra mánuði að skila sér í gos en það verður bara að koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi