Fréttir

19 ára sænsk kona sá eigin dauða fyrir – „Næst drepur hann mig“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 06:30

Þann 16. maí fannst lík Tova Moberg í vatni á landareign fyrrum unnusta hennar í Hudiksvall í Svíþjóð en mikil leit hafði staðið yfir að Tova. Unnustinn fyrrverandi situr í varðhaldi vegna málsins en réttarhöld í málinu hefjast fljótlega. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt Tova sem var aðeins 19 ára þegar hún lést. Í dagbók sinni lýsti Tova þeim misþyrmingum sem hún hafði sætt af hálfu unnustans á meðan á sambandið þeirra stóð.

„Ég get ekki lagfært þetta, þetta versnar bara. Næst drepur hann mig.“

Skrifaði hún í dagbókina eftir því sem kemur fram í Expressen. Í lokin skrifaði hún síðan hvar hún hafði geymt sannanir fyrir ofbeldinu.

„Það eru sannanir. Rauður og silfurlitaður minnislykill með myndum af áverkunum. Hann er í bleikum kassa undir rúminu mínu.“

Skrifaði hún í dagbókina. Þar segir hún einnig að hún hafi ekki getað verið með vinum sínum eða farið í vinnu eða skóla án þess að unnustinn yrði viðskotaillur. Dagbókin er eitt þeirra sönnunargagna sem saksóknari leggur fyrir réttinn.

Lík Tova fannst tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hennar. Miklir áverkar voru á líkinu en hún hafði verið slegin að minnsta kosti 20 öflugum höggum með hamri, bæði í höfuðið og líkamann. Síðan var hún kyrkt.
Unnustinn neitar að hafa myrt hana en viðurkennir að hafa beitt hana ofbeldi.

Sambandi Tova og unnustans lauk í mars. Þá kærði hún hann til lögreglunnar fyrir ofbeldi og skýrði frá því að myndir væru til. Hún vildi að sögn ekki gera líf hans að „helvíti“ og vildi því ekki aðstoða frekar við rannsókn málsins eftir því sem segir í dómsskjölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn