fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Noregur – Tveir hælisleitendur handteknir – Grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hælisleitendur frá Sýrlandi hafa verið handteknir í Noregi en þeir eru báðir grunaðir um aðild að hryðjuverkastarfsemi. Mennirnir tengjast ekki og voru handteknir á mismunandi stöðum í landinu. Annar var handtekinn í lok september en hinn töluvert fyrr í mánuðinum. Báðir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Norska ríkisútvarpið NRK skýrir frá þessu. NRK segist hafa heimildir fyrir að mennirnir hafi verið handteknir vegna upplýsinga sem þeir gáfu sjálfir í hælisumsóknarferlinu.

Trond Hugubakken, talsmaður norsku leyniþjónustunnar (PST), staðfesti við NRK að tveir menn hefðu verið handteknir í haust í tveimur óskildum málum. Þeir séu grunaðir um brot á hryðjuverkalöggjöfinni.

Mennirnir komu frá Sýrlandi og leituðu hælis í Noregi 2015 og 2016.

Samfara hinum mikla straumi flóttamanna til Noregs og annarra Evrópuríkja 2015 og 2016 mat PST það sem svo að litlar líkur væru á að með flóttamannastraumnum kæmi fólk til Noregs sem hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. NRK hefur eftir Hugubakken að það þurfi ekki að koma á óvart að þegar svo margir hælisleitendur komi frá átakasvæði geti leynst fólk inn á milli sem hefur gerst sekt um refsiverða hluti í tengslum við átökin. Hann sagði að PST telji ekki að mennirnir hafi komið til Noregs með það í huga að fremja hryðjuverk.

Brynjar Meling, lögmaður annars hinna handteknu, sagði að skjólstæðingur hans hafi verið samvinnufús og neiti sök. Hann hafi verið samvinnufús og telji sig geta skýrt mál sitt. Meling sagði að maðurinn hefði komið frá Sýrlandi en væri ekki Sýrlendingur. Meling sagði að skjólstæðingur hans skilji vel að athygli PST hafi beinst að honum. Nú sé hann að reyna að skýra mál sitt sem hann telji byggt á misskilningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt