fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Frosti vill kvennaþing til að kanna sannleiksgildi femínisma

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, annar þáttastjórnenda Harmageddon, segist í pistli í Fréttablaðinu vilja kvennaþing á Alþingi til að sjá hvort kynjafræðingar eða stjórnmálamenn hafi rétt fyrir sér. Hann segir að meðan kynjafræðingar haldi því fram að enginn munur sé á kynjunum þá haldi sumir stjórnmálamenn því fram að konur stjórni öðruvísi en karlar. Á þetta vill Frosti reyna.

„Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla,“ segir Frosti.

Frosti segir að ástæðan sem hann nefni þetta núna er umræða um fækkun kvenna á Alþingi eftir nýafstaðnar kosningar. „Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi?,“ spyr Frosti.

Frosti segir að þetta gæti verið áhugaverð tilraun: „Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt