fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Svandís eys Katrínu lofi en flokkssystkini ekki sannfærð: „Nú virðist forysta hreyfingarinnar hafa lokast inni í bönkernum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meiri hetjan hún Katrín Jakobsdóttir – frammistaða hennar í þætti Gísla í gærkvöld, málefnaleg og sannfærandi, samt eftir fundi í marga sólarhringa. Svo heyrðum við til hennar áðan í útvarpinu og umræður í framhaldinu. Mér liggur við að segja að það sé stórkostlegt tækifæri fyrir þjóðina ef það tekst að ganga þannig frá málefnum að hún geti orðið forsætisráðherra landsins,” skrifar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, í nýrri stöðufærslu á Facebook, sem virðist ætla að verða mjög umdeild. Ljóst er að gífurlegur ágreiningur er um væntanlega stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á meðal kjósenda VG og flokksmanna.

Svandís, sem lagðist hart gegn stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum í fyrra, heldur áfram lofgjörð sinni um formanninn:

„Það er ekki spurning um stól heldur aðferð, viðhorf og nýja nálgun. Traustið hrundi fyrir efnahagshrunið og hefur ekki tekist að endurreisa það. Með nýjum vinnubrögðum og endurreisn innviðanna þá gæti það tekist. Eins og sagt var í þættinum áðan þá treysta margir Katrínu best til þess að leiða þá för. Það þarf að gefa henni og VG tækifæri til að mynda ríkisstjórn – málefnaumræðan er ekki komin á enda og það er ekkert búið fyrr en allt er búið. En þjóðin sér Katrínu í forystuhlutverki.

Hún hefur bent á að hagsmunir þjóðarinnar skipti öllu – þröngir flokkshagsmunir mega ekki ráða för. Við kusum hana aftur til formennsku í VG fyrir nokkrum vikum og til að hún nái að skila verkefnum af sér þurfum við að veita henni stuðning. Þannig stöndum við reyndar ekki aðeins með henni heldur líka með sjálfum okkar sem kusum hana í verkin.

Margt bendir til að Framsókn, VG og Sjálfstæðisflokkur myndi stjórn.
Margt bendir til að Framsókn, VG og Sjálfstæðisflokkur myndi stjórn.

Oflof sem jaðrar við háð

Fjölmargir taka til máls undir stöðufærslu Svandísar og margir VG-liðar þar eru langt frá því sannfærðir um ágæti væntanlegs stjórnarsamstarfs. Illugi Jökulsson skrifar:

„Ég þekki Katrínu ekki nema í mýflugumynd, en sýnist hún vera einkar hæfileikarík á mörgun sviðum, sérlega geðþekk, klár og áreiðanlega eldfljót að tileinka sér nýja þekkingu. Og hún er áreiðanlega mjög góð í samvinnu, annars nyti hún varla þessara yfirburðavinsælda innan VG. En þetta gegndarlausa oflof sem hér birtist um hana finnst mér nálgast að vera háð.“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

Mynd: VG

Á að lofa bílstjórann sem er að lenda í árekstri?

Meðal þeirra sem taka til máls er Hrafnkell Lárusson, fyrrverandi stjórnarmaður í VG og kosningarstjóri flokksins í Norðausturkjördæmi í fyrir kosningarnar 2013 og 2016. Hrafnkell skrifar undir stöðufærslu Svandísar:

„Í gær birtist skoðanakönnun sem sýndi að 57% kjósenda VG vilja síst sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Sú niðurstaða kemur ekki á óvart, bæði með tilliti til fyrri kannanna og ekki síður umræðu innan hreyfingarinnar síðustu ár. Það hefur því komið mér undarlega fyrir sjónir að sú andstaða VG fólks sem komið hefur fram að undanförnu við fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf við Framsókn og Sjálfstæðisflokk virðist koma forystu VG á óvart. Þessi stöðuuppfærsla Svandísar gefur vísbendingu um af hverju. Sú áhersla að VG sækist eftir að leiða ríkisstjórn og að formaður okkar verði forsætisráðherra virðist hafa yfirskyggt allt annað og vera orðin það sem mestu skiptir. Ég hef mikla trú á Katrínu og hef stutt hana til þessa. En nú virðist forysta hreyfingarinnar hafa lokast inn í bönkernum, svo notað sé orðalag eins fyrrum félaga okkar sem sagði sig úr hreyfingunni í vikunni. Mér brá við að lesa þessa færslu. Ég hef talið mig tilheyra stjórnmálaflokki með skýra áherslu á jöfnuð, bæði efnahagslegan og félagslegan, en við lestur þessarar færslu fékk ég það á tilfinningunni að ég sé staddur í sértrúarsöfnuði sem byggi á persónudýrkun. Skýrt umboð stjórnmálaleiðtoga frá sínum flokki jafngildir ekki skilyrðislausri undirgefni almennra flokksmanna. Manneskja verður aldrei stærri en málstaðurinn sem hún berst fyrir.“

Hrafnkell skrifar jafnframt pistil á eigin FB-síðu þar sem hann líkir ástandinu hjá VG við umferðarslys í uppsiglingu:

„Álitamál um viðbrögð við aðstæðum.
Setjum sem svo að ég sitji í bíl sem stýrt er af öðrum. Skyndilega verður mér ljóst að bíllinn er að fara að lenda í árekstri en bílstjórinn virðist ekki taka eftir því. Hvað geri ég?
a) Reyni að vara bílstjórann við þannig að hann afstýri árekstrinum og þar með þeim afleiðingum sem hann kynni að hafa.
b) Þegi, horfi í gaupnir mér og vona það besta.
c) Fer að syngja hástöfum „Áfram, áfram bílstjórinn!“ Því að það er jú ekki ég sem er við stýrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi