fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan keyrði ítrekað inn í hliðarnar þó að hún vissi að fimm ára sonur Ólafs væri í bílnum

Ólafur Gottskálksson markvörður gerir upp fíkniefnaneysluna og afbrotaferilinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá kom þess bráðsnjalla hugmynd að stoppa ekki fyrir þeim, heldur að fara heim aftur. Þetta var háskaleg eftirför að leikskólanum. Þeir keyrðu fjórum sinnum inn í hliðarnar á bílnum á meðan fimm ára sonur minn var í bílnum. Ég mun aldrei getað fattað þá ákvörðun lögreglunnar að gera þetta,“ segir Ólafur Gottskálksson fyrrverandi knattspyrnumarkvörður í viðtali þar sem hann gerir upp feril sinn í fíkniefnamisnotkun og afbrotum.

Ólafur var á tímabili einn þekktasti knattspyrnumaður landsins en hann lék í marki Keflavíkur, KR og ÍA auk þess sem hann varð atvinnumaður erlendis, meðal annars með Hibernian og Brentford á Bretlandi. Hann leiddist út í fíkniefnaneyslu og var í mikilli neyslu á meðan hann spilaði sem atvinnumaður og stundaði þó bæði æfingar og keppni.

Ólafur gerir upp sín mál í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus á Rás 1 en Fotbolti.net stiklar á stóru í viðtalinu.

Ofangreint atvik átti sér stað á síðasta ári en þá lenti Ólafur í eltingarleik við lögregluna með fimm ára son sinn í aftursætinu. Ólafur var undir áhrifum er hann settist undir stýri: „Fyrir mér var þetta spil algjörlega búið þarna. Þó mér finnst lögreglan hafa staðið illa að málum í þessu, þá á ég sökina alla og verð að kyngja því að ég tók kolranga ákvörðun,“ segir Ólafur.

Ólafur er edrú í dag en hann fór í meðferð skömmu eftir þetta atvik og naut liðsinnis góðra manna í knattspyrnuhreyfingunni við að komast í meðferð eftir skamma bið.

Ólafur hefur oft fallið eftir bindindi og minnist hann þess hvernig samtal á þorrablóti í London varð til þess að hann kolféll eftir sex ára bindindi:

„Þar hitti ég mann, sem var ekki úr fótboltanum, hann var úr annarri atvinnugrein, sem ég hafði þekkt mjög vel frá Íslandi og með honum var Englendingur sem hafði það að aðalvinnu að selja eiturlyf. Þarna var ég kominn í blússandi aðstöðu til að komast í eiturlyf að vild. Þarna hafði ég verið edrú í að verða sex ár.

„Þegar þú fellur sem neytandi þá byrjaður ekkert rólega. Það var farið á fulla ferð strax. Ég var kominn í sterkari efni og efni sem ég kolféll fyrir, sem var kókaín.“

Ég get ekki kennt neinum um nema sjálfum mér en ég hef oft sagt við sjálfan mig, ‘þetta helvítis þorrablót’.“

Eldri frétt DV um mál Ólafs Gottskálkssonar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi