fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Kæri óþokki, vonandi líður þér vel með að hafa stolið bíl af 80 ára gömlum manni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Bragi Magnússon, sem er áttræður, fór í gærkvöld með unnustu sinni á húsfund í sal hjúkrunarheimilins í Sóltúni 2. Parið býr á heimilinu en hvort í sinni íbúð. Á meðan fundinum stóð var jakka Braga stolið með bíllyklunum og þjófurinn ók burt á bílnum.

Barnabarn unnustu Braga, Einar Ágúst Baldvinsson, hefur skrifað Facebook-færslu um málið sem hann vill fá dreift sem víðast til að bíllinn finnist og hendur hefði hafðar í hári hins samviskulausa þjófs. Einar Ágúst skrifar:

NÚ ÞARF ÉG ÞÍNA HJÁLP TIL AÐ FINNA ÓÞOKKA!
Kæri lesandi,
Í gær fór amma mín ásamt sínum ástkærum Braga Magnússyni á húsfund. Húsfundurinn var haldinn í sal hjúkrunarheimilisins í Sóltúni 2. Þau skildu yfirhafnir sínar eftir í fatahenginu en á meðan húsfundi stóð gengur inn maður og gerir sér lítið fyrir og stelur jakkanum hans Braga með bíllyklunum í…. labbar út og keyrir burtu á bílnum hans og ekki hefur sést til hans síðan. Bíllinn er: ljós-platínugrár TOYOTA PRIUS með bílnumerinu JN-H85, vel með farinn, 2012 árgerð sem ekinn er um 27.000km. Þetta var milli kl. 17-18 þann 17.nóv. 2017. Ef þú gætir hafa rekist á viðkomandi óþokka, hefur mögulega séð bílinn á ferð eða ert með myndavél í bílnum þínum sem gæti hafa tekið upp myndskeið af ferðum bifreiðarinnar þá mátt þú vinsamlegast fara strax til lögreglunnar með upplýsingarnar! Mátt endilega senda mér afrit af myndefni ef þú nærð að grafa eitthvað upp.
VINSAMLEGAST DEILIÐ ÞESSARI FÆRSLU!!!!

Kæri óþokki,
vonandi líður þér vel með sjálfan þig að hafa stolið bíl af 80 ára gömlum manni.

Í örstuttu spjalli við DV seint í gærkvöld sagði Einar Ágúst að engar frekari fréttir hefðu borist af málinu: „Nei, því miður ekki. Ég er að reyna að nýta tæknina til að hjálpa til við að finna þennan óþokka.“

Meðfylgjandi er mynd af bílnum. Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 eða 800 5005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“