fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölskyldan búin að funda með barnaverndarnefnd: „Ég vona að þau taki skynsamlega ákvörðun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsku hjónin Adam og Arleta, sem búa á Hellu, og misstu fyrir skömmu nýfætt barn sitt í hendur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, áttu í vikunni fund með barnaverndarnefndinni þar sem þau komu sjónarmiðum sínum á framfæri og reyndu að sannfæra nefndina um að nýfætt barn þeirra sem og tveggja ára gömul stúlka sem einnig hefur verið tekin af þeim og sett í fóstur, væru best komin í þeirra umsjá.

Við greindum frá máli fjölskyldunnar þann 6. nóvember og hefur mál þeirra vakið gífurlega athygli. Má lesa alla söguna hér. Ástæður þess að börnin hafa verið tekin frá hjónunum eru samskiptavandi á heimili, ásakanir elstu dótturinnar um ofbeldi móður sem stúlkan hefur tekið aftur, og að miðdóttirin, 2ja og hálfs árs, hafi komið með þungar bleiur í leikskóla. Fjölskyldan er ekki í óreglu.

Fjölskyldan fundaði ásamt lögmanni sínum, Leifi Runólfssyni, með barnaverndarnefndinni á miðvikudag. Að sögn móðurinnar, Arletu, var fundurinn aðallega til að skiptast á skoðunum og upplýsingum. Segist hún vera í algjörri óvissu um hvað barnaverndarnefndin hyggist fyrir í máli þeirra nú: „Ég vona að þau taki skynsamlega ákvörðun og hafi hag barnanna að leiðarljósi fremur en sitt eigið stolt,“ segir Arleta í stuttu spjalli við DV, en hún segist þó hafa á tilfinningunni að nokkuð skorti á samstarfsvilja barnaverndarnefndarinnar. „Ég hreinlega veit ekki hvað þau vilja gera núna,“ segir Arleta, sem vonar það besta.

Lögmaður fjölskyldunnar, Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður, vildi ekki tjá sig frekar um málið við DV. Er DV fjallaði um málið síðast sagði hann hins vegar meðal annars:

„Persónulega finnst mér Barnaverndarnefnd vera að ganga of langt en ég veit að Barnaverndarnefnd er ósammála mér… Þetta er vel meinandi fólk. Þau eru ekki fullkomnir foreldrar en eru nokkur okkar fullkomnir foreldrar?

Leifur sagði þá jafnframt um fundinn sem var fyrirhugaður með barnaverndarnefndinni:

„ Ég stefni að því að fá fund með Barnaverndarnefnd og lögmanni Barnaverndar, setjast niður með þeim. Tala saman augliti til auglitis og reyna að finna góða lausn á málinu. Hvað geta þau gert til að þið séuð sátt og hvað getið þið gert fyrir þau, mun ég segja við þessa aðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala