Starfsmannaleiga í Kópavogi: Ásakanir um frelsissviptingu og skipulagða glæpastarfsemi - „Hann stóð yfir mér og spurði hvert ég væri eiginlega að fara“

Keyrði grátandi heim – Skoða reksturinn - Lögregluaðgerð í íbúð

„Ég tók af skarið og fór framhjá vöðvatröllinu skjálfandi á beinunum og hljóp út í bíl.“
Þóra Björk Ottesen „Ég tók af skarið og fór framhjá vöðvatröllinu skjálfandi á beinunum og hljóp út í bíl.“

Málefni starfsmannaleiga hafa verið mjög í deiglunni undanfarið. Nú er komið upp mál hjá Verkleigunni í Kópavogi sem ekki sér fyrir endann á. Fyrir rúmum mánuði var yfirmanni fyrirtækisins skyndilega sagt upp og síðan þá hefur allt verið í upplausn. Stór hluti skrifstofufólksins hætti störfum hjá félaginu en deilt er um hvort starfsfólkið hætti af sjálfsdáðum eða var sagt upp. Einnig er deilt um hvort starfsfólk hafi verið svipt frelsi sínu daginn sem yfirmaðurinn var rekinn og hvort skipulögð glæpastarfsemi hafi verið stunduð innan félagsins. Málið er í rannsókn, bæði hjá lögreglunni og lögmanni starfsmannaleigunnar.

Vöðvatröll í gættinni

Verkleigan er starfsmannaleiga sem hefur verið starfrækt í um eitt og hálft ár og samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfa um 300 starfsmenn á vegum fyrirtækisins í öllum greinum atvinnulífsins. Allt virtist ætla að vera með kyrrum kjörum mánudaginn 2. október á skrifstofu félagsins í Kópavogi. Unnur Sigurðardóttir, sem hefur starfað þar síðan fyrirtækið var nýstofnað, segir: „Þetta var búinn að vera ósköp venjulegur dagur. En um þrjú leytið komu menn inn á skrifstofuna og sögðu að yfirmaður okkar hefði verið rekinn. Þeir tóku aðgang af öllu vinnutengdu og skiptu um lása á hurðunum.“

Þóra Björk Ottesen markaðsstjóri var einnig á skrifstofunni. Hún segir: „Við sátum inni og vorum að vinna okkar vinnu þegar ryðjast inn átta karlmenn, þar á meðal eigandinn, lögmaður, lásasmiður, tölvumaður og vöðvatröll. Okkur var sagt að við ættum að halda áfram að vinna en við sögðumst ekki hafa nein tæki til þess. Þá fóru þeir að reyna að koma tölvunum aftur í gang og spurðu okkur ótal spurninga um rekstur fyrirtækisins og fleira. Þegar við spurðum hvað væri í gangi sögðu þeir að það kæmi í ljós.“

Greiða þurfti starfsmönnum laun en Þóra segir að mennirnir hafi ekki kunnað á kerfið. Unnur segir: „Klukkan fjögur þegar ég ætlaði að fara að sækja barnið mitt á leikskóla þá kom mannanna. Hann stóð yfir mér og spurði hvert ég væri eiginlega að fara. Ég sagði honum að vinnutími minn væri búinn og ég þyrfti að fara að sækja barnið og þá setti hann fram hálfgerðar hótanir um að ég væri að segja upp minni vinnu ef ég gengi út og að það væri þá algerlega á mína ábyrgð. Á meðan við vorum að tala saman kom sá sem við höfum kallað vöðvatröllið og stóð fyrir skrifstofuhurðinni, frekar ógnandi með krosslagðar hendur, eins og við værum ekkert að fara þarna út. Það fór ekkert leynt.“

Lesa má um málið í heild sinni í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.