Skerðing á þjónustu í netbönkum og útibúum 18.-20. nóvember

Tímabundnar truflanir og þjónustuskerðing

Þjónusta í netbönkum og útibúum Landsbankans mun skerðast frá föstudeginum 18. nóvember næstkomandi og fram eftir mánudeginum 20. nóvember.

Landsbankinn er að innleiða nýtt tölvukerfi þann 20. nóvember og því þarf að skerða þjónustu í netbönkum einstaklinga og netbönkum fyrirtækja yfir helgina. Þjónusta í netbönkum og útibúum verður skert mánudaginn 20. nóvember.

Þessa daga verður hægt að millifæra í netbanka en upphæðir sem eru færðar á milli bankareikninga verða ekki sýnilegar á reikningsyfirlitum og ráðstöfun þeirra verður takmörkuð.

Það verður hægt að greiða með debet- og kreditkortum. Þó getur orðið tímabundin truflun á notkun debetkorta sunnudaginn 19. nóvember.

Landsbankinn hvetur viðskiptavini sem þurfa að ljúka mikilvægum bankaerindum fyrir mánudaginn 20. nóvember að gera það fyrir helgina 18. og 19. nóvember.

Nánar um þjónustu í netbankanum 18. - 20. nóvember

· Hægt verður að millifæra á milli reikninga í netbanka Landsbankans og úr netbönkum annarra banka/sparisjóða en reikningsyfirlit í netbankanum uppfærast ekki. Þar sem reikningsyfirlit uppfærast ekki verður hvorki hægt að millifæra upphæðir sem eru lagðar inn þessa helgi yfir á aðra reikninga né taka þær út í hraðbönkum. Viðskiptavinir geta á hinn bóginn nýtt upphæðir sem millifærðar eru á reikninga þeirra með því að greiða með debetkortum.

· Ekki verður hægt að greiða inn á kreditkort frá kl. 21.00 föstudaginn 17. nóvember þar til síðdegis á sunnudag. Ekki verður hægt að stofna, breyta eða eyða reikningum í netbanka.

· Hægt verður að greiða ógreidda reikninga. Reikningsyfirlit uppfærast hins vegar ekki og því sést ekki á yfirlitinu að heildarfjárhæð til ráðstöfunar hafi lækkað. Ekki verður hægt að stofna, breyta eða fella niður yfirdráttarheimildir.

· Ekki verður hægt að stofna, breyta eða eyða beingreiðslusamningum.

· Ekki verður hægt að panta úttekt á Vaxtareikningi 30.

· Nettunarþjónusta í netbanka fyrirtækja verður ekki virk.

· Þjónusta í útibúum og Þjónustuveri bankans verður skert með sama hætti fram eftir degi mánudaginn 20. nóvember.

Tímabundnar truflanir eða þjónustuskerðing sunnudaginn 19. nóvember

· Tímabundnar truflanir geta orðið á notkun debetkorta.

· Ekki verður truflun á notkun kreditkorta, Aukakrónukorta, inneignarkorta fyrirtækja, bensínkorta eða gjafakorta.

· Truflanir gætu orðið á virkni hraðbanka.

· Lokað verður fyrir farsímabankann, netbanka einstaklinga, netbanka fyrirtækja og B2B-þjónustu fyrirtækja í 2-4 klst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.