fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Píratinn Birgitta vonast eftir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 11:30

Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi þingmaður Pírata kveðst hvorki reið, leið eða fúl vegna tilraunar Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Þá vonast hún til að viðræður gangi vel og stjórnin verði mynduð. Birgitta heldur fram að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi stjórn sé í burðarliðnum. Vinstri græn gangi galopinn, svo notuð séu orð Birgittu, líkt og Framsókn til kosninga.

„Katrín gaf aldrei annað í skyn en þetta yrði reynt þegar hún var spurð í aðdraganda kosninga. Þannig að þeir sem upplifa þetta sem svik, hefðu átt krefjast þess að flokkurinn gengi bundinn til kosninga.“

Segir Birgitta að hún vonist til þess að sú atburðarás sem hafi átt sér stað verði til þess að fyrir næstu kosningar verði gerð krafa um að flokkar greini kjósendum frá hverjum þeir ætli að starfa með að kosningum loknum.

„Það er nefnilega glatað að kjósa út frá sannfæringu sinni og fá svo allt í einu stjórnarmynstur sem fólk treystir ekki og er í engu samræmi við væntingar þess.“

Þá segir Birgitta:

„Ég vona að núverandi stjórn verði að veruleika, svo að hægt sé að fyrirbyggja það sem margir upplifa í dag sem svik. Ekkert er betra en góð krísa til að vekja fólk til meðvitundar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari