Hann tók mynd af draug í draumi sínum – Síðan sá hann svolítið óhugnanlegt í símanum sínum

Ein af myndunum sem Adam tók.
Ein af myndunum sem Adam tók.
Mynd: Twitter

Adam Ellis, sem býr í New York, upplifði það margar nætur í röð að fá „heimsókn“ frá djöfullegum litlum dreng í draumum sínum. Höfuð drengsins var aðeins hálft. Adam kallar drenginn „Dear David“. Þegar drengurinn heimsækir Adam Ellis í draumum getur Adam ekki hreyft sig. Hann getur bara opnað augun og horft á litla drenginn sem situr fyrir endanum á rúmi hans í grænum stól. Þar situr hann og virðir Adam fyrir sér.

Adam skýrði frá þessari upplifun sinni á Twitter. Þar segir hann að hann hafi dreymt David á nýjan leik.

„Þetta var nánast alveg eins og þegar ég sá hann fyrst. Í draumnum sá ég hann aftur í stólnum. Ég er ekki lengur með græna stólinn í herberginu mínu – þetta er hægindastóll sem ég hef átt árum saman. Hann starði á mig eins og í fyrsta sinn. Ég var aftur eins og lamaður og gat varla hreyft mig. En að þessu sinni var eitthvað öðruvísi.“

Sagði Adam og hélt áfram:

„David starði á mig og ég óttaðist það sem ég vissi að myndi fylgja – hann myndi standa upp úr stólnum og koma til mín, eins og áður. Ég varð að gera eitthvað. Ég var með símann við hliðina á mér í rúminu og á einhvern hátt tókst mér að ná honum. Ég hugsaði með mér að ef David myndi drepa mig gæti ég að minnsta kosti tekið ljósmynd sem sönnunargagn. Ég byrjaði að taka myndir í myrkrinu. Hann fór úr stólnum og byrjaði að mjakst nær mér. Hann fór hægt, eins og þetta væri erfitt fyrir hann.“

Sagði Adam um þessa upplifun sína og hélt áfram:

„Ég var skelfingu lostinn en hélt áfram að taka myndir. David haltraði til mín, tók aldrei augun af mér. Fljótlega var andlit hans við andlit mitt. Hann byrjaði að umla eitthvað, of lágt til að ég gæti skilið það. Ég sá stór augu hans ranghvolfast þar til þau voru alveg hvít. Ég reyndi að rífa mig frá honum en gat varla hreyft mig. Ég starði skelfingu lostinn á hann þegar hann byrjaði að skríða upp í rúmið, enn umlandi. Þá vaknaði ég. Eins og áður, kominn bjartur dagur. Enginn merki um David.“

Mynd: Twitter

Adam segist síðan hafa farið á fætur og verið sannfærður um að þetta hafi aðeins verið enn ein martröðin og hafi farið í vinnu. Síðar um daginn tók hann símann sinn upp og fór að leita að nokkurra daga gamalli mynd en sá þá að hann hafði tekið myndir af David um nóttina.

Eins og gefur að skilja hafa töluverðar umræður skapast um þessa frásögn Adam og sitt sýnist hverjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.