Fréttir

Egill rýnir í mögulega stjórnarandstöðu: „Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 16:08

Stjórnarandstaðan verður ósamstæð verði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að veruleika. Þetta er mat Egils Helgasonar sem fjallar um mögulega stjórnarandstöðu á Eyjunni. Egill segir:

„Þarna verður Samfylkingin og Píratar og Viðreisn– þessir flokkar geta átt mikið samneyti og engin stór vandamál þar. Það vill reyndar gleymast að Viðreisn er markaðshyggjusinnuð og trúir mjög á aðhald í ríkisrekstri.“

Síðan eru það Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Telur Egill að flokkar Sigmundar og Ingu Sæland geti átt ákveðna samleið. En á milli Sigmundar Davíðs og Samfylkingarinnar og Pírata er lítil vinátta.

„Reyndar hefur það virst svo á löngum tímabilum að Sigmundur hafi algjört ofnæmi fyrir Samfylkingunni – og það er svo sannarlega gagnkvæmt,“ segir Egill og bætir við að Píratar hafi útilokað stjórnarsamstarf með Miðflokknum en gætu þurft að sitja með Sigmundi í stjórnarandstöðu.

„Svo er tekið til þess að Magnús Þór Hafsteinsson, nánasti ráðgjafi Ingu Sæland, er orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Það er ekki langt síðan Magnús Þór þýddi og lét gefa út norska bók sem nefnist Þjóðarplágan Íslam. Hann beitti sér svo fyrir því að hún var gefin öllum þingmönnum á Alþingi, 63 talsins. Þeir sem enn sitja á þingi geta kannski rætt efnisatriði hennar við Magnús.“

Egill kveðst hafa heyrt að Sigurður Ingi sé í skýjunum með þessa stöðu.

„Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn, í stjórnarandstöðu með fólki sem þolir hann ekki og hann þolir ekki á móti,“ segir Egill og bætir við að Sigurði þyki stjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mun vænlegri en ef hann hefði farið í vinstri stjórn.

„Þá hefði Sigmundur getað átt ýmis tækifæri í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum – rétt eins og á árunum 2009 til 2013 þegar hann lék við hvern sinn fingur andstöðu við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og reyndist henni mjög skeinuhættur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Egill rýnir í mögulega stjórnarandstöðu: „Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn“

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Mest lesið

Ekki missa af