fbpx
Fréttir

Af hverju heldur fólk enn þá að Jörðin sé flöt?

„Ég hef horft á yfir 50 klukkustundir af myndböndum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 21:00

Frá unga aldri lærum við a Jörðin sé hnöttótt en ekki flöt. En þessu eru ekki allir sammála og halda margir að Jörðin sé flöt. Fólkið sem trúir að jörðin sé flöt segir að það sé eitt stærsta samsæri sögunnar að yfirvöld, NASA og opinberar stofnanir, haldi því fram að Jörðin sé hnöttótt.

Síðustu helgi var haldin alþjóðlega ráðstefnan ‚Flöt Jörð‘ (e. Flat Earth International Conference) í Norður-Karólínu. Þar komu saman hundruð manna sem eiga það sameiginlegt að trúa því að jörðin sé flöt. En af hverju ætli það sé?

Í myndbandinu hér að neðan frá BBC útskýra nokkrir einstaklingar sem fóru á ráðstefnuna af hverju þeir trúa að jörðin sé flöt.

Listamaðurinn Happy segir að jörðin sé flöt. Hann keyrði frá Virginia til að skoða hvers konar fólk mætir á svona ráðstefnu.

„Þau [Þau sem segja að Jörðin sé flöt] líta eðlilega út. Mjög fáir í yfirþyngd. Um 30 prósent reykja sígarettur og aðeins fjögur af þeim sem ég hitti eru héðan,“ segir Happy.

Aðspurð hvernig hún veit að jörðin sé flöt segir Marilyn Teed: „Af því ég hef horft á yfir 50 klukkustundir af myndböndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“