fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Óttast uppreisn og blóðug átök í Bandaríkjunum vegna vaxandi ójöfnuðar – Þrír menn eiga jafnmikið og helmingur þjóðarinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 06:42

Bandarískir stjórnmálamenn takast þessa dagana á um endurbætur á skattkerfi landsins sem eiga að sögn að færa landsmönnum auknar ráðstöfunartekjur með skattalækkunum. Skattalækkanir voru eitt af helstu kosningaloforðum Donald Trump í forsetakosningunum. Hann hefur kynnt hugmyndir sínar að skattalækkunum og það hefur fulltrúadeild þingsins einnig gert og nú er öldungadeildin að ræða málið.

Tillögur Trump og repúblikana í fulltrúadeildinni munu aðallega koma ríkustu Bandaríkjamönnunum til góða eftir því sem segir á vef theatlantic.com. Í öldungadeildinni er nú verið að ræða aðra útgáfu sem er ekki eins óhagstæð fyrir þá efnaminni.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Ulrik Bie, hagfræðingi og sérfræðingi í bandarískum efnahagsmálum, að tillögur fulltrúadeildarinnar hafi komið þeim ríkustu best, bæði í beinhörðum peningum sem og prósentulega. Tillögurnar, sem verið er að ræða í öldungadeildinni, séu skárri fyrir þá tekjuminni en þó sé ekki að sjá að þær muni uppfylla loforð Trump um að það verði millistéttin sem fái mestu skattalækkanirnar.

Ef breytingarnar á skattkerfinu verða að veruleika munu þær því að öllum líkindum auka enn á þann mikla efnahagslega ójöfnuð sem er í landinu en ójöfnuðurinn hefur vaxið mikið undanfarin ár. Skýrsla frá hugveitunni Institue for Policy Studies sýnir að þrír ríkustu menn Bandaríkjanna, Bill Gates, Warren Buffet og Jeff Bezos, eiga nú jafnmikið og sá helmingur þjóðarinnar sem er efnaminnstur. Ef 400 ríkustu Bandaríkjamennirnir eru teknir með í reikninginn eiga þeir jafnmikið og 204 milljónir landsmanna, eða 64 prósent þjóðarinnar.

Josh Hoxie, einn höfundur skýrslunnar, segir að þetta sé ekki bara slæmt efnahagslega séð heldur sé hér um siðferðislega krísu að ræða. Hugveitan líkir ástandinu í dag við aldamótin 1900 þegar menn eins og John Rockefeller, Cornelius Vanderbilt og John Jacob Astor auðguðust gríðarlega í kjölfar iðnbyltingarinnar. Margir þessara auðjöfra syntu nánast í vellystingum. Á endanum greip Theodore Roosevelt, forseti, inn í og skipti fyrirtækjum þeirra upp og hækkaði skatta á þá ríku. Markmiðið var að koma í veg fyrir óróa í samfélaginu. Sumir telja einmitt að nú sé staðan sú sama.

Einn þeirra er milljarðamæringurinn Nick Hanauer sem á sem svarar til rúmlega 100 milljarða íslenskra króna. Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins í 21 Søndag í gærkvöldi var meðal annars rætt við Hanauer. Hann óttast byltingu ef bilið á milli ríkra og fátækra minnkar ekki.

„Maður þarf að vera blindur til að sjá ekki að Bandaríkin eru að leysast upp. Þetta er allt að hrynja saman. Þetta er afleiðing gríðarlegrar misskiptingar.“

Hann segir bein tengsl á milli sigurs Trump í forsetakosningunum og reiði almennings.

„Fólk er ótrúlega reitt. Reiðin fékk það til að kjósa forseta sem er ótrúlega ógreindur og vanhæfur. Hann kynnti undir reiði fólks með góðum árangri.“

Segir hann og segir landsmenn vera mjög reiða.

„Almenningur í landinu er reiður og það ekki af ástæðulausu. Hann hefur verið svikinn í 40 ár. Annaðhvort hjálpum við þessu fólki eða reiðin mun halda áfram að aukast og fá útrás í hryllilegu ofeldi.“

Hann segir að það þurfi að endurúthluta auðnum ef bjarga á Bandaríkjunum. Hann er óvæntur talsmaður aðþrengdra verkamanna í landinu og notar stóran hluta af tíma sínum að berjast fyrir hærri lágmarkslaunum. Margir þeirra sem fá lágmarkslaun verða að treysta á opinbera aðstoð til að geta framfleytt sér og fjölskyldum sínum, fá aðstoð við matarkaup og til að borga leigu.

„Megnið af þeim peningum sem við notum í baráttunni gegn fátækt fara ekki til atvinnulausra. Þeir fara til fólks sem er með vinnu en hefur ekki nægilega há laun til að geta bjargað sér. Þetta er algjört rugl.“

Hann segir að það verði að hugsa efnahagskerfi Bandaríkjanna upp á nýtt ef ekki á illa að fara.

„Síðustu 30 ár hefur hugsunin á bak við hagkerfið byggst á þeirri kenningu að ef þeir ríku verði ríkari þá leki ríkidæmið niður á hina (hin svokallaða brauðmolakenning, innsk. blaðamanns). Bandaríkjamenn hafa verið hafðir að fíflum. Þeim var sagt að ef launin yrðu hækkuð myndi störfum fækka og þetta var sagt svo oft að þeir fóru að trúa þessu. Við verðum að upplýsa fólk um að þetta er lygi. Þetta er saga sem var búin til af ríku fólki fyrir ríkt fólk sem viðheldur kerfi þar sem það er ríkt og hinir eru fátækir og verða bara að sætta sig við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“