fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Líf fyrir kosningar: „Ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við í VG ætlum a.m.k ekki að gera það“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2017 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna í borginni skoraði á vinstrimenn að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar. Þá sagði Líf að VG ætlaði ekki að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Vildi hún senda Sjálfstæðisflokkinn í frí að eilífu. Orðrétt sagði Líf:

„Kæru vinstrimenn. Ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við í VG ætlum a.m.k ekki að gera það. Getum við farið að tala um framtíðina og sent Sjálfstæðisflokkinn í frí að eilífu?“

Lét hún ummælin falla í aðdraganda kosninganna, þann 21. september. Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir hafið formlegar viðræður og greindi forsetinn frá því í dag að flokkarnir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta.

Ung vinstri græn sendu frá sér yfirlýsingu í dag og eru eindregið á móti því að Vg gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur engin ríkisstjórn verið mynduð og Vg hefur enn ekki leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda líkt og margir óttast að muni gerast. Það mun koma í ljós á næstu dögum hvernig það fer.

Ummælin sem Líf lét falla á Facebook í september hafa verið rifjuð upp í dag og fékk sá gamli þráður nýtt líf þegar fyrrverandi þingmaður Pírata, Viktor Orri Valgarðsson spurði:

„Ertu til í að láta Kötu, Kolbein og co. vita af þessu líka?“

Líf svaraði: „Eruð þið ekki í fullri vinnu við það sl. daga? Mér hefur sýnst svo.“ Að öðru leyti svaraði Líf ekki Viktori sem hélt áfram að gagnrýna Líf og hélt fram að Vg hefði lofað almenningi að þessi atburðarrás myndi ekki eiga sér stað.

Þá sagði Guðbergur Egill Eyjólfsson að honum liði eins og hann hefði verið hafður að fífli að kjósa Vg.

„ … ef af þessu ríkisstjórnarsamstarfi verður er þingflokkurinn búinn að gera þig að ómerkingi orða þinna því þú hvattir vinstra fólk að sameinast um að kjósa Vg til þess að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Nú er ég ekki að reyna að bögga þig þess vegna því ég þykist vita að þú meintir vel. En ég vil þá spyrja þig. Hvað ætlar þú að gera í þessu?“

Svarið frá Líf var stutt: „Er þetta mér að kenna?“

Fjölmargir vinstrimenn hafa látið óánægju sína í ljós á samskiptamiðlum eftir að ljóst var að stjórnarmyndunarviðræður væru hafnar á milli Vg, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokksins. Á Rúv er greint frá því að minnst 30 manns hafa sagt sig úr flokknum við tíðindi dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu