Fréttir

Giftur þriggja barna faðir grunaður um að nauðga 16 ára stúlku í miðbænum: „Ég tjái mig ekki við DV“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 15:00

Norskur karlmaður fæddur árið 1975 er grunaður um að hafa nauðgað 16 ára unglingsstúlku inni á klósetti á skemmtistaðnum Tivoli bar í Hafnarstræti. Sama kvöld komust þrjár stúlkur fæddar árið 2001 inn á skemmtistaðinn. Maðurinn er samkvæmt heimildum DV giftur og er þriggja barna faðir. Hæstiréttur hefur úrskurðað í farbann til 22. nóvember,.

Eigandi Tivoli-bar, Halldór Ólafsson, sagðist ekki hafa heyrt af hinu meinta hrottalega kynferðisofbeldi né að fleiri ungar stúlkur hefðu verið á staðnum þetta kvöld. Hafði hann þetta að segja þegar DV náði tali af honum:

„Ég tjái mig ekki við DV, þann skítableðil,“ sagði Halldór þegar DV bar þetta alvarlega mál undir hann.

Þann 28. október fór Norðmaðurinn með stúlkuna inn á salerni á Tivoli-bar. Þar segir stúlkan að maðurinn hafi nauðgað henni. Þá segir stúlkan að hún hafi oftar enn einu sinni sagt honum að hann væri að meiða hana. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í farbann og í úrskurðinum er haft eftir stúlkunni að maðurinn hafi ekki hætt ofbeldinu fyrr en hún sagðist þurfa að pissa.

„Hann hafi þá hætt og hún farið út af salerninu. Hún hafi þá farið inn á næsta salerni, þar sem hún hafi grátið. Hún hafi sent systur sinni mynd af sér grátandi og sagt að hún héldi að sér hefði verið nauðgað.“

Sagði stúlkan að maðurinn hefði rifið buxur hennar og nærbuxur og rennilásinn verið skemmdur. Höfðu vinkonur hennar samband við lögreglu.

DV fékk staðfest hjá lögreglu að málið hefði verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en væri nú komið til héraðssaksóknara. Að öðru leyti gat lögregla ekki tjáð sig um málið á þessu stigi. DV hafði samband við Halldór Ólafsson sem er eigandi Tivolí-bar. Sagði Halldór að það færi eftir umfjöllunarefninu hvort hann væri eigandi staðarins eða ekki. Var Halldóri þá greint frá alvarleika málsins.

„Ég hef ekki heyrt af þessu né mitt starfsfólk,“ sagði Halldór og vildi ekki tjá sig frekar um málið. DV hefur einnig heimildir fyrir því að minnst þrjár aðrar stúlkur fæddar árið 2001 hafi verið inni á staðnum. Vildi Halldór ekki ræða það, þar sem hann sagðist ekki hafa meiri vitneskju um málið. Óskaði DV eftir að fá að heyra aftur í Halldóri síðar í dag vegna málsins, bæði vegna mjög alvarlegs meints kynferðisbrots og þess að fleiri stúlkur langt undir aldri hefðu verið á staðnum þetta kvöld. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að heyra aftur í Halldóri þegar hann væri búinn að kanna málið fékk DV neitun.

„Ég tjái mig ekki við DV. Þann skítableðil.“

Norðmaðurinn sem er á fimmtugsaldri, giftur þriggja barna faðir leitaði aðstoðar hjá Norska sendiráðinu. Hann ætlaði að dvelja hér í skamman tíma en hann er ferðamaður sem hefur engin varanleg tengsl við landið. Hann átti pantað far til Noregs þann 29. október. Lögregla taldi rétt að tryggja nærveru hans á meðan málið er rannsakað.

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að málinu verður hraðað og Norðmaðurinn úrskurðaður í farbann til 22. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Guðni Már með brostið hjarta á Kanarí: „Ekki einungis svitadropar sem láku niður kinnar mínar“

Guðni Már með brostið hjarta á Kanarí: „Ekki einungis svitadropar sem láku niður kinnar mínar“
Fréttir
í gær

Skúli strætóbílstjóri vekur mikla athygli

Skúli strætóbílstjóri vekur mikla athygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján var afburðanemandi sem fékk ekki hjálp – Jarðsettur í vikunni – „Ég hótaði að hoppa fram af svölunum og fékk svarið – „Já, það er þá bara þitt mál.“

Kristján var afburðanemandi sem fékk ekki hjálp – Jarðsettur í vikunni – „Ég hótaði að hoppa fram af svölunum og fékk svarið – „Já, það er þá bara þitt mál.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu uppistand Ara: Sló í gegn í breskum gamanþætti

Sjáðu uppistand Ara: Sló í gegn í breskum gamanþætti