Fjölskyldan í áfalli vegna miða sem var skilinn eftir á framrúðu sjúkrabílsins

Hér má sjá miðann sem var skilinn eftir. Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.
Sorglegt Hér má sjá miðann sem var skilinn eftir. Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.

Syrgjandi fjölskylda 42 ára manns sem lést eftir að hafa hnigið niður á heimili sínu er miður sín vegna miða sem nágranni skildi eftir á framrúðu sjúkrabíls. Í bílnum voru sjúkraflutningamenn sem reyndu að koma manninum til bjargar.

Fjallað er um málið í bresku pressunni í dag og hefur það vakið hneykslun margra. Á miðanum stóð, í íslenskri þýðingu: „Þið eruð ef til vill að bjarga mannslífi, en ekki leggja bílnum á heimskulegum stað og loka fyrir innkeyrsluna.“

Svo virðist vera sem ósáttur íbúi hafi skilið miðann eftir og ekki sýnt sjúkraflutningamönnum neinn skilning sem voru í kapphlaupi við tímann að bjarga manninum. Mynd af miðanum fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eftir að Tasha Starkey, sjúkraflutningamaður í Birmingham á Englandi, birti hana á Twitter.

John Hagans, umsjónarmaður hússins þar sem maðurinn bjó, segir að fjölskylda mannsins sem lést sé miður sín vegna miðans. „Þeim finnst nógu erfitt að sætta sig við þetta ótímabæra dauðsfall. Faðir mannsins sagði að þetta hefði gert þetta 50 sinnum verra,“ segir John.

Bætir John við að sjúkrabílar eigi að vera heilagir í augum fólks og stundum sé það bara þannig að sjúkraflutningamenn þurfi að leggja á óþægilegum stöðum. Fólk verði þó að sýna því skilning enda sé markmiðið aðeins eitt: Að bjarga fólki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.