fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Anna, 4 ára, lést af völdum krabbameins – 6 læknum yfirsást krabbameinæxli í maga hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júlí lést Anna, 4 ára, í faðmi föður síns á heimili fjölskyldunnar. Hún hafði lengi kvartað yfir magaverkjum en þeir sex læknar sem farið var með hana til áttuðu sig ekki á að hún var með krabbameinsæxli í maga. Mikilvæg sýni gleymdust og ekki var hægt að gera nauðsynlegar rannsóknir vegna starfsmannaeklu. Það kom ekki í ljós fyrr en við krufningu.

Foreldrar hennar höfðu farið með hana til læknanna því Anna kvartaði mikið undan magaverkjum og leið greinilega mjög illa. Í einni sjúkraskýrslu stendur að erfitt hafi verið að rannsaka hana því hún hafi grátið og öskra allan tímann. Aftonbladet fjallaði um mál Önnu um helgina.

Rætt var við foreldra hennar, Polina og Hans-Peter, sem fluttu til Svíþjóðar frá Sviss á síðasta ári til að geta lifað rólegra lífi með meiri lífsgæðum en í Sviss. Þau settust að í bænum Resele sem er nærri Sollefteå. Þar leið Önnu vel og lék við hvern sinn fingur þar til magaverkirnir hófust í desember 2016. Hún var þá lögð inn á sjúkrahús og var greind með sykursýki og fékk insúlín við því. Polina sagði að æxli geti í sumum tilfellum orsakað sykursýki og því telji hún að á þessum tíma hafi æxlið verið byrjað að myndast. Magi Önnu var þaninn og hún glímdi við hægðateppu sem eru dæmigerð einkenni Wilms-æxlis eða taugakímsæxlis. Ekki er þó vitað með vissu hvernig sykursýki Anna var með því mikilvægt sýni var ekki tekið úr henni á sjúkrahúsinu.

Í lok júní fékk Anna mikla magaverki og grét mikið og var nánast máttlaus. Foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahúsið í Sollefteå. Þar sögðu læknar að hún væri með stíflaða þarma og sendu hana heim með verkjalyf og hægðalosandi lyf. En ástandið batnaði ekki og fimm dögum síðar var fjölskyldan aftur komin á sjúkrahúsið. Blóðsýni voru tekin og niðurstöður rannsókna á þeim voru á þá leið að venjulega hefðu þær verið túlkaðar sem vísbending um að æxli væri til staðar. Ekki var hægt að taka röntgenmyndir eða gera nánari rannsóknir vegna skorts á starfsfólki.

Anna var send á Örnsköldsviks sjúkrahúsið en fékk að vita þar að ekki þyrfti að gera frekari rannsóknir og að Anna væri bara með órólegan maga. Þegar fjölskyldan fór heim eftir 11 klukkustundir hafði enginn rannsakað Önnu almennilega.

Frá 27. júní til 24. júlí rannsökuðu sex læknar Önnu en enginn þeirra tók hana alvarlega að sögn foreldra hennar. Engar röntgenmyndir voru teknar og hún var ekki sett í ómskoðun.

Að morgni 24. júlí vaknaði Anna við mikla verki. Hún öskraði og engdist um. Hún missti síðan meðvitund í faðmi föður síns og lést þar. Endurlífgunartilraunir hans og sjúkraflutningsmanna báru ekki árangur.

Niðurstaða krufningar lá fyrir í lok október. 360 gramma æxli var í maganum, nærri hægra nýra. Krabbamein hafði borist í lungu og hún hafði fengið blóðtappa. Dánarorsökin var hjartaslag.

Wilms-æxli, eins og Anna var með, er greint með röntgenmyndatöku og ómskoðun og hægt er að fjarlægja það með skurðaðgerð. Tæplega 9 af hverjum 10 börnum, sem fá þetta krabbamein, ná sér að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi