fbpx
Fréttir

Anna Tara sendir frá sér klámfengið myndband: „Myndbandið er ein píka nánast allan tímann“

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 19:21

Tónlistarkonan og Reykjavíkurdóttirin Anna Tara Andrésdóttir birti í vikunni sennilega klámfengnasta tónlistarmyndband Íslandssögunnar en uppistaða þess er nærmynd af píku. Í viðtali á vefsíðunni Albumm segir Anna Tara það vanti vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna en ekki karla. Lagið heitir Pussypics en með Önnu Töru syngur tónlistarkonan Sólveig Pálsdóttir.

„Lagið er fyrst og fremst um píkur en það er búið að vera í vinnslu í um það bil eitt ár. Textinn byrjar á ,,I wish my pussy was my face to make the world a better place…“ svo heldur það áfram í þeirri súrrealísku hugmynd um hvað það væri gott að borða og hvað hún myndi lykta vel og svo framvegis. Síðan er þetta líka eins konar hvatning til kvenna að finnast eins sjálfsagt og hafa sömu þörf fyrir að taka myndir af píkunum sínum og karlar virðast hafa til að taka „dickpick.“ Ég held að mitt eigið viðhorf hafi breyst eftir gerð myndbandsins, mér fannst píkur svo sem aldrei ljótar en mér finnst þær einstaklega fallegar núna og ég vil leita leiða til að öllum konum finnist þær jafn fallegar og mér,“ segir Anna Tara í viðtalinu.

Anna Tara segir píkuna í myndbandinu ekki vera sína. „Ég var mjög heppin að finna eitt hugrakkt módel í verkefnið sem vill að vísu vera nafnlaus. Það kom mér hins vegar frekar mikið á óvart hversu mikið fólk virðist hneykslað á því að sjá myndband af píku, alveg magnað þar sem önnur hvor manneskja er með hana, kannski er það túrblóðið ég veit það ekki alveg. Það væri óskandi að allir sem hefðu þörf til að gagnrýna mig beindu gagnrýninni inná við. Hvað er það við píku sem viðkomandi „höndlar“ ekki í stað þess að æsa sig við mig,“ segir Anna Tara.

Myndbandið var fyrst birt á vefsíðunni Vimeo en var fjarlægt þaðan. Hér má sjá myndbandið en rétt er að vara við myndefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?