fbpx
Fréttir

Viðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sagðar ganga vel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. nóvember 2017 08:30

Talinn er vera meiri samhljómur meðal VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í könnunarviðræðum sem nú fara fram milli flokkanna en var í fyrra. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar milli flokkanna en það virðist stefna í þær.

Í frétt á RÚV kemur fram að viðræður flokkanna munu halda áfram í dag og staðfestir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þetta við fréttastofu RÚV. Þess má geta að hún lagðist hart gegn stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Meiri vilji er talinn vera innan VG að vinna með Sjálfstæðisflokki en í fyrra.

Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins myndi hafa 35 manna þingmeirihluta. Ef stjórnarmyndum þessara þriggja flokka tækist er talið líklegt að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn eru sagðir sætta sig við það en á móti fengi Sjálfstæðisflokkurinn fleiri ráðherraembætti.

Katrín Jakobsdóttir skilaði um daginn af sér stjórnarmyndunarumboðinu eftir að ekki tókst að mynda vinstri stjórn með Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Pírötum. Í augnablikinu er enginn með umboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður