Slegið á fingur LÍN í Hæstarétti

Fjölmargir einstaklingar sömdu við sjóðinn áður en dómur féll - Sitja eftir með sárt ennið

Freistaði þess að halda kröfum sínum lifandi gegn lántakendum sem farið höfðu í gegnum gjaldþrot. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllst á þær kröfur.
Lánasjóður íslenskra námsmanna Freistaði þess að halda kröfum sínum lifandi gegn lántakendum sem farið höfðu í gegnum gjaldþrot. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllst á þær kröfur.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að hafna kröfum LÍN sem sjóðurinn hafði uppi á hendur einstaklingi, sem hafði tekið námslán á sínum tíma sem ekki var fullgreitt, og hafði svo farið í gjaldþrot. Skiptum á búi hans lauk án þess að LÍN hefði fengið nokkuð greitt upp í kröfur sínar vegna eftirstöðva námslána einstaklingsins. LÍN freistaði þess að fá fyrningunni slitið svo sjóðurinn gæti haldið áfram að innheimta námslánin. Hæstiréttur féllst ekki á að skilyrði væru til þess að fá fyrningu krafnanna slitið. FOCUS Lögmenn hafa gætt hagsmuna nokkurra einstaklinga í sömu stöðu og segir eigandi stofunnar, Katrín Smári Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður að dómurinn muni hafa víðtækt fordæmisgildi.

Stefndi lántaka eftir gjaldþrot

Dómurinn sem féll á dögunum í Hæstarétti snýr að konu sem hafði tekið námslán hjá LÍN yfir nokkurra ára tímabil. Vegna lánanna voru gefin út tvö skuldabréf til LÍN árið 2005 og var heildarlánsfjárhæðin rúmar 3,4 milljónir króna, verðtryggt. Konan lauk námi í maímánuði árið 2006. Samkvæmt skilmálum skuldabréfanna hóf konan að greiða af öðru skuldabréfinu tveimur árum síðar. Hún stóð í skilum allt fram til í mars 2010 þegar halla fór undan fæti og hún leitaði greiðsluaðlögunar hjá umboðsmanni skuldara. Það gekk ekki eftir og í byrjun febrúar árið eftir óskaði hún eftir gjaldþrotaskiptum á búi sínu við héraðsdóm, sem féllst á kröfuna og úrskurðaði hana gjaldþrota í lok sama mánaðar.

Lýstar kröfur í bú konunnar voru tæpar 84 milljónir króna en þar af var krafa Lánasjóðsins rúmar fimm milljónir. Skiptum á búinu lauk hálfu ári síðar án þess að Lánasjóðurinn fengi nokkuð upp í kröfu sína. Við lok skipta á búi kröfunnar hófst nýr tveggja ára fyrningartími á kröfu LÍN. Áður en tvö ár voru liðin stefndi sjóðurinn konunni og krafist þess að fyrningu kröfunnar yrði slitið með viðurkenningardómi.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.