Keyrt á konu í miðbænum: Kastaðist í götuna

Um kvöldmatarleytið í gærkvöld var tilkynnt um slys á mörkum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Ekið hafði verið á konu sem kastaðist í götuna. Konunni var ekið á Slysadeild til aðhlynningar en hún varmeð verki í úlnliðum og brjóstkassa.

Stuttu síðar varð annað umferðarhóhapp á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á tvo bíla, en mikil hálka var. Þrír voru fluttir á Slysadeild til aðhlynningar og einn ætlaði að koma sér þangað sjálfur. Ekki er vitað um meiðsl.

Maður veittist að unglingum í Laugardal laust fyrir klukkan eitt í nótt, sló einn úr hópnum og kastaði að krökkunum einhverjum vökva. Meira segir ekki um málið í Dagbók lögreglu, t.d. hvort hann var handtekinn.

Um sama leyti var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Ingólfsstræti, grunaður um brot á áfengislögum,
lögreglusamþykkt, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og neitaði að gefa upp kennitölu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Ungur maður var handtekinn í Skeifunni upp úr klukkan eitt í nótt, grunaður um veggjakrot. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Laust eftir miðnætti í nótt var skemmtistað í Kópavogi lokað vegna þess að engir dyraverðir voru starfandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.