fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Össur skýtur fast á Katrínu: „Prinsippfesta VG til sölu fyrir forsætisráðherrastól“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að þingflokkur VG sé nú á fundi í þinghúsinu þar sem fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í viðræðum VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf.

Þessir flokkar hafa átt í óformlegum viðræðum síðustu daga og eru taldar líkur á því að þessir þrír flokkar fari í formlegar viðræður áður en langt um líður.

Össur virðist ekki vera parhrifinn af því sem kann að vera að gerast í íslenskum stjórnmálum. Hann segir:

„Gerilsneyðing stjórnmálanna af málefnum birtist vel í þeirri stjórnarmyndun sem nú er komin vel áleiðis bak við tjöldin milli VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Allar fréttir af henni snúast um ráðherrastóla. Í þeim er ekki minnst á málefni. Ekki orði. Prinsippfesta VG var einu sinni partur af kjölfestu í stjórnmálunum. Nú er hún til sölu fyrir forsætisráðherrastól. – Hver hefði trúað því að það yrði hlutskipti formanns VG að leiða til valda þá flokka sem til skamms tíma hétu alltaf „Panamaflokkarnir“ þegar VG opnaði munninn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi