fbpx
Fréttir

OJ Simpson aftur búinn að koma sér í vandræði

Drukkinn, hjólaði í starfsfólk og braut glös

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 14:01

OJ Simpson, sem nýlega er kominn út eftir að hafa setið í fangelsi í tæp 10 ár, er aftur búinn að koma sér í vandræði. OJ var dæmdur í allt að 33 ára fangelsi árið 2008 fyrir vopnað rán og mannrán.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að þessi fyrrverandi leikari og ruðningskappi hafi verið bannaður frá Cosmopolitan-hótelinu og spilavítinu í Las Vegas eftir að hafa látið öllum illum látum þar aðfaranótt fimmtudags.

Heimildarmaður US Weekly segir að Simpson hafi verið mjög drukkinn, hreytt ókvæðisorðum í starfsfólk áður en hann henti glösum í gólfið með þeim afleiðingum að þau brotnuðu. Simpson, sem er sjötugur, var gert að yfirgefa staðinn og má hann ekki stíga fæti þar aftur inn.

OJ Simpson hefur í meira lagi átt skrautlega ævi en hann var frábær íþróttamaður í NFL-deildinni á sínum tíma. Þá öðlaðist hann nokkra frægð sem leikari eftir að íþróttaferlinum lauk. Þá var hann ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson og vini hennar, Ron Goldman. OJ var síðar sýknaður eins og frægt er orðið.

Hann komst síðan í kast við lögin árið 2007 þegar hann var ákærður fyrir vopnað rán og mannrán í Las Vegas. Hann, ásamt hópi manna, ruddist vopnaður inn á Palace Station-hótelið og rændi verðmætum íþróttaminjagripum. Samkvæmt dómi sem féll árið 2008 gat hann sótt um reynslulausn árið 2017 og varð skilorðsnefnd við þeirri beiðni á haustmánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“