fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Datt þegar hann keypti vatnsmelónu: Fær 800 milljónir í bætur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Alabama í Bandaríkjunum hefur dæmt verslunarrisann Walmart til að greiða 59 ára karlmanni, Henry Walker, 7,5 milljónir dala, tæplega 800 milljónir króna, í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í verslun Walmart sumarið 2015.

Forsaga málsins er sú að Walker var að teygja sig eftir vatnsmelónu á vörubretti í fyrirtækinu. Hann festi fótinn í brettinu sem varð til þess að hann datt illa og mjaðmagrindarbrotnaði.

Meiðslin voru slæm og þarf Walker að notast við göngugrind eftir slysið. Hann stefndi fyrirtækinu eftir slysið og í vikunni komst dómstóll að niðurstöðu í málinu. Walmart skal greiða Walker sem nemur tæpum 800 milljónum króna vegna slyssins.

Að sögn dómara hefði starfsfólk Walmart átt að ganga þannig frá brettinu að slys, líkt og það sem Walker varð fyrir, gæti ekki átt sér stað. Lögmenn Walmart reyndu að færa rök fyrir því að Walker hafi sjálfur sýnt gáleysi þegar hann teygði sig eftir melónunni. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga