fbpx
Fréttir

Ómar vill Flokk fólksins í ríkisstjórn: Gamla fólkið hefur verið rænt

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 15:20

Fjölmiðlamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson segir á bloggi sínu að hann búist ekki við því að það verði mikil hætta á því að Flokkur fólksins verði erfiður í myndun ríkisstjórnar. Hann segir að þó flokkurinn hafi að einhverju leyti sóst eftir atkvæðum rasista þá telur Ómar að flokkurinn myndi gefa eftir í þeim málum til að ná fram úrbótum í málefnum lífeyrisþega og öryrkja.

Ómar segir að Flokkur fólksins hafi þá sérstöðu að hafa slík mál í fyrsta sæti. „Flokkur fólksins hefur þá sérstöðu að nálgast það sem kallað er, að vera eins máls flokkur. Hann er upphaflega til orðinn vegna ástríðufullrar réttlætiskenndar út af þeirri einstæðu meðferð sem öryrkjar og þó jafnvel enn frekar gamla fólkið hefur mátt sæta af öllum ríkisstjórnum hér á landi. Hvað gamla fólkið varðar er ekki að finna neina hliðstæðu í Norðurálfu, enda um hreint rán að ræða að hluta til. Í stefnuskrám annarra flokka má finna loforð um umbætur á þessu sviði en enginn þeirra gerir það eitt að aðalmáli,“ segir Ómar.

Ómar segir enn fremur að það geti verið gott að hafa fleiri flokka í ríkisstjórn en þarf til að halda meirihluta: „Til þess að ná í viðbótarfylgi og víkka skírskotun Flokks fólksins var unnið talsvert starf við að skyggnast um í öðrum málefnum, og meðal annar róið í átt til gamalkunnugra atkvæðamiða Frjálslynda flokksins 2007 og Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum 2014.

„En allir hugsanlegir aðilar að næstu ríkisstjórn verða að gefa eitthvað eftir í stjórnarsamstarfinu og það verður auðveldara fyrir Flokk fólksins en aðra flokka, sem hefur efni á því a gefa eftir í öllum öðrum málum en málefnum lífeyrisþega og öryrkja. Það getur orðið mikils virði að hafa aðila að komandi ríkisstjórn einum fleiri en til þarf. Þetta hefur ekki aðeins gefist vel erlendis, heldur til dæmis líka i borgarstjórn Reykjavíkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“