Gjaldþrot Wilson´s Pizza upp á 147 milljónir

Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Wilson´s ehf., en félagið sá á tímabili um rekstur pítustaðarins Wilson´s Pizza. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Greint var frá gjaldþroti fyrirtækisins í Lögbirtingablaðinu í mars 2015 en fyrsti staður Wilson´s Pizza opnaði árið 2005.
Fyrirtækið rak á tímabili fimm pizzustaði: við Ánanaust, Gnoðavog, Vesturlandsveg og Brekkuhús og í Eddufelli.

Fram kemur á vef mbl.is að skiptum á búa Wilson´s ehf. hafi lokið í seinustu viku. Námu lýstar kröfur í búið rúmum 147 milljónum króna en þar sem að engar eignir fundust í búinu var skiptunum lokið án þess að greiðsla fengist upp í kröfurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.