Fréttir

Blóðugt uppgjör í Kaupmannahöfn – Nokkrir skotnir – „Ég faldi mig bak við bíl“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 08:00

Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru þrír menn skotnir á Tagensvej á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Einn þeirra lést af sárum sínum, annar er í lífshættu en sá þriðji slapp lítið særður frá árásinni. Fórnarlömbin tengjast öll skipulögðum glæpasamtökum sem hafa átt í hörðum átökum í borginni undanfarið.

Ekstra Bladet hefur eftir vitnum að fórnarlömbin hafi verið skotin þar sem þau voru við dyr að gistiheimili. Kona, sem var að hjóla eftir götunni, sagði að mótorhjóli hafi verið ekið framhjá henni og næstum á hana.

„Ég hélt áfram að hjóla og fimm sekúndum síðar var skotið að dyrunum á gistiheimilinu. Ég faldi mig bak við bíl. Ég sá engan bíl eða mótorhjól aka á brott og engan hlaupa á brott. Það var mikið öskrað á útlensku. Maður lá meðvitundarlaus á jörðinni og það blæddi úr andliti hans.“

Vitni segjast hafa heyrt allt að 20 skotum hleypt af. Lögreglan hefur ekki enn viljað staðfesta þá tölu en segir að mörgum skotum hafi verið hleypt af.

  1. október var 21 árs karlmaður skotinn til bana á bílastæði í Brøndby. 16. október var 16 ára piltur skotinn til bana fyrir framan heimili sitt á Ragnhildgade sem er á jaðri ytri Norðurbrúar og ytri Austurbrúar.

Mennirnir sem voru skotnir í gærkvöldi eru á aldrinum 28 til 32 ára. Danska ríkisútvarpið segist hafa heimildir fyrir að þremenningarnir séu félagar í glæpasamtökum sem eiga nú í hörðum átökum við glæpagengið Loyal to Familia sem er glæpagengi innflytjenda.

Morðið í gærkvöldi er það fyrsta sem tengist átökum glæpagengjanna beint en þau hafa staðið yfir mánuðum saman með fjölda skotárása í höfuðborginni. Undirrót átakanna eru deilur um yfirráð yfir hasssölunni í borginni en einnig krauma önnur gömul ágreiningsefni undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sanna hefur áhyggjur af móður sinni – „Hún fullvissar mig um að hún sé ekki að hugsa um sjálfsvíg, þetta séu lyfin“

Sanna hefur áhyggjur af móður sinni – „Hún fullvissar mig um að hún sé ekki að hugsa um sjálfsvíg, þetta séu lyfin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi

Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

5 sem gætu tekið við af Gylfa

5 sem gætu tekið við af Gylfa
Fréttir
Í gær

Kristján fannst látinn eftir að hann komst ekki inn á Teig: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í herberginu á laugardeginum“

Kristján fannst látinn eftir að hann komst ekki inn á Teig: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í herberginu á laugardeginum“
Fréttir
Í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM