fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gunnar búinn að fá nóg og hvetur Morgunblaðið til að sniðganga Stefaníu: „Aldrei lesið jafnmikil andstyggilegheit og þessi blessaða kona býður upp á“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari og stjórnmálafræðingur, gagnrýnir Morgunblaðið harðlega fyrir að birta greinar Stefaníu Jónasdóttur frá Sauðárkróki í blaðinu. Gunnar spyr hvenær blaðið ætli að sýna þann manndóm og sjálfsvirðingu að hætta að birta þann „viðbjóð“ og það „mannhatur sem birtist í greinunum.

Þetta segir Gunnar í grein sem Morgunblaðið birtir í dag.

Beinskeyttar greinar á kjarnyrtri íslensku

Stefanía hefur áður vakið athygli fyrir beinskeyttar og kjarnyrtar aðsendar greinar í Morgunblaðinu. Steininn tók þó úr á dögunum, að mati Gunnars, þegar Stefanía fékk birta harðorða grein þann 28. október síðastliðinn, á sjálfan kosningadaginn. Þar segir Gunnar að Stefanía hafi „ausið úr öllum skálum“ og „dritað mannhatrinu“ yfir lesendur. Gunnar birtir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings:

„Um vinstrimenn: „Ekkert ykkar vinnur fyrir þjóð og land. Þið flytjið inn án ábyrgðar fólk sem sest hér á kerfið sem mín og eldri kynslóðir byggðu upp, en við eigum víst að bíða með okkar mál af því að þið þykist vera að bjarga heiminum… Mér segir svo hugur að þegar þið verðið gömul verði allir sjóðir tómir og mússarnir við völd. Það er enga stund verið að trampa yfir 300 þúsund manna þjóð.“ („Mússar“ er hér að sjálfsögðu notað sem niðrandi orð yfir múslima, innskot GH.)

Menntahatrið: „Komist vinstrielítan til valda mun fé fara í menntun, listir og þeirra eigin laun. Hinn menntaði maður, sem sífellt grenjar um launahækkanir; þið ofmetið ykkur… Og þegar ríkiskassinn er tæmdur, sem mun gerast á þeirra vakt kemur gamli söngurinn: „Við tókum við svo erfiðu og lélegu búi.“ Í kjölfarið á þessu kemur svo löng buna þar sem hatast er sérstaklega út í múslima og börn. „Allir flokkar á þingi, að undanskildum Sjálfstæðisflokki, leyfðu sér að misnota Alþingi okkar og breyta lögum og fara gegn ákvörðunum eigin stofnana til þess að halda í landinu börnum sem þó voru með foreldrum sínum.“

Um fjölmiðla (í kjölfar umfjöllunar um Bjarna Benediktsson): „Hræsnin í ykkur fjölmiðla- og mörgum stjórnmálamönnum er grimmileg og ljót og hentar bara illa gefnu fólki. Það setur að manni ugg um að heimskan og illskan komist hér til valda því ég veit að örlög Íslands verða almenn fátækt og sundurlyndi.“

Offors og hatur

Gunnar segir í grein sinni að Stefanía hafi skrifað hátt í 20 aðsendar greinar í Morgunblaðið frá árinu 2013. „Offorsið og hatur Stefaníu á ýmsum hópum samfélagsins og aðilum þess er í raun slíkt að þetta jafnast í raun á við það verst sem sést hefur erlendis í þessum efnum. Segja má að orðfæri og umfjöllun hennar flokkast undir það sem svokölluð „nettröll“ láta frá sér og er yfirleitt talið það versta í opinberri umræðu.“

Til minnkunar og skammar

Gunnar segir enn fremur að það sé mikillar minnkunar og skammar fyrir blað og fjölmiðil að birta í raun jafn mikið mannhatur og lesa má úr greinum Stefaníu. Hann segir að eitt sé víst:

„Skrif sem þessi og fleiri skrif Stefaníu eru ekki til þess fallin að minnka sundurlyndið, heldur virka þau þveröfugt. Hér er alið á einkar ógeðfelldu hatri á ákveðnum hópum samfélagsins og flest af því sem þessi kona (sem ég þekki aðeins af síðum Morgunblaðsins) segir er órökstutt og oftar en ekki hreinar dylgjur, hlutir fullkomlega úr lausu lofti gripnir. Þetta er einstaklega ógeðfellt og að mínu mati til skammar fyrir blaðið að taka þátt í svona hatursumræðu. Á þeim áratugum sem ég lesið Morgunblaðið hef ég aldrei lesið jafnmikil andstyggilegheit og þessi blessaða kona býður upp á, á síðum blaðsins. Mér finnst mál að linni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“