fbpx
Fréttir

Hrepptu stóra samninga við borgina í skugga 240 milljóna gjaldþrots

Reykjavíkurborg stundar umfangsmikil viðskipti við kennitöluflakkara

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 8. október 2017 20:00

Í vikunni var tilkynnt um að skiptum væri lokið á búinu G1000 ehf. Alls var kröfum upp á rúmlega 247 milljónir króna lýst í búið. Forgangskröfur upp á um sex milljónir króna fengust greiddar að fullu en aðeins var hægt að greiða rúmlega 16 milljónir króna af almennum kröfum. G1000 ehf. hét áður GT verktakar ehf. en á dögunum var annað félag í eigu sömu aðila, GT hreinsun ehf. hlutskarpast í tveimur stórum útboðum Reykjavíkurborgar. Alls hljóða verkin upp á rúmlega 300 milljónir króna. Um er að ræða enn eitt dæmið um viðskipti Reykjavíkurborgar við kennitöluflakkara.

Breyttu um nafn rétt fyrir þrot

Fyrirtækið GT verktakar ehf. var stofnað árið 2001 af Gísla G. Sveinbjörnssyni og Trausta Finnbogasyni. Þegar ljóst var í hvað stefndi, í júlí 2014, var nafni fyrirtækisins breytt í G1000 ehf. Slíkt er yfirleitt gert til þess að gjaldþrot fyrirtækisins veki ekki eins mikla eftirtekt. Í auglýsingum Lögbirtingablaðsins gætu einhverjir kannast við GT verktaka en fáir kveikja á heitinu G1000 ehf. Fyrirtækið var síðan lýst gjaldþrota í mars 2015 og rúmum tveimur og hálfu ári síðar var skiptum loks lokið.

Árið 2004 var fyrirtækið Talnabær ehf. stofnað en reksturinn snerist um ýmiss konar bókhald. Sex árum síðar, í október 2010, eignuðust Trausti og Gísli fyrirtækið og breyttu nafni þess í GT hreinsun ehf. Þá voru rekstrarerfiðleikar farnir að láta á sér kræla í tengslum við GT verktaka ehf. og því handhægt að hafa aðra kennitölu til taks. Það kom á daginn þegar áðurnefnt þrot GT verktaka ehf. (G1000 ehf.) gekk í gegn en þá hófu Gísli og Trausti sambærilegan rekstur í gegnum GT hreinsun ehf. Hringekjan var síðan fullkomnuð þegar nafni GT hreinsun ehf. var breytt í GT verktakar ehf. í ágúst á þessu ári.

274 milljóna króna samningar við borgina

GT hreinsun ehf. varð síðan hlutskarpast í tveimur útboðum Reykjavíkurborgar varðandi jarðvegsvinnu við Hlíðarenda og við frjálsíþróttavöll ÍR. Verkið að Hlíðarenda hljóðaði upp á 179,2 milljónir en ÍR verkefnið hljóðaði upp á 94,5 milljónir. Í bæði skiptin bauð GT hreinsun rúmlega 60 prósent af kostnaðaráætlun borgaryfirvalda og jarðaði keppinauta sína. Varðandi ÍR verkefnið bauð Háfell ehf. næstlægst en á dögunum fjallaði DV um kennitöluflakk eigenda þess.

Áður hefur komið fram að innkaupareglur Reykjavíkurborgar heimila að hægt sé að hafna tilboðum frá aðilum sem hafa nýlega farið í þrot eða eru með slíkt yfir höfði sér. Þó aðeins að því gefnu að hægt sé að sýna fram á að um sömu eigendur sé að ræða og sömu rekstrareiningu. Þar kemur sér vel fyrir GT-bræður að hafa keypt aðra kennitölu áður en sú fyrri fór í þrot. Borgarlögmaður ályktaði nefnilega í áðurnefndu dæmi Háfells ehf. að þar sem kennitölurnar væru báðar í rekstri á sama tíma þá væri ekki um sömu rekstrareiningu að ræða og því gæti Reykjavíkurborg ekki hafnað tilboðinu. Engu skipti þó að fyrirtækin tækju að sér sambærileg verkefni, notast var við sömu tæki og tól að mestu leyti, mestmegnis sama starfsfólk og einnig sama verkstæði. Ljóst má vera að innkaupareglur Reykjavíkurborgar ganga of skammt ef raunverulegur pólitískur vilji er til þess að setja hömlur á kennitöluflakk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?