Fimm sjálfsvíg á hálfu ári: „Þá áttuðum við okkur á því að þetta væri ekki eðlilegt ástand“

Tónleikar með boðskap – Hressleiki og ofdrykkja merki þunglyndis

„Hvað er betra en að tjá sig með tónlist?“
Bylgja Guðjónsdóttir „Hvað er betra en að tjá sig með tónlist?“

Fimmtudaginn 5. október voru haldnir á Gauknum tónleikar sem báru yfirskriftina „Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilbrigðismál“. Þar stigu á svið margar íslenskar þungarokkhljómsveitir eins og World Narcosis, We Made God og Skaði. En einnig voru þar flutt ávörp af sálfræðingum og öðrum einstaklingum sem hafa reynslu af að hjálpa þeim sem hafa glímt við þunglyndi og aðra geðsjúkdóma.

Frumkvæði námsstúlkna

Tveir ungir námsmenn, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir, skipulögðu viðburðinn til að bregðast við mikilli sjálfsvígshrinu sem gengið hefur yfir þungarokkheiminn á Íslandi í ár. Frá því í apríl hafa fimm ungir karlmenn, sem annaðhvort voru hljómsveitarmeðlimir eða áhangendur þungarokkhljómsveita, svipt sig lífi.

Bylgja segir: „Við sátum saman í kaffi heima hjá mér og vorum að ræða atburði seinustu mánaða. Þetta var orðið svo mikið, á svo stuttum tíma, að ég var byrjuð að hrökkva við ef einhver sagði „Varstu búin að heyra?“. Þá áttuðum við okkur á því að þetta væri ekki eðlilegt ástand. Við fundum okkur knúnar til að gera eitthvað og þá fæddist sú hugmynd að halda tónleika, því hvað er betra en að tjá sig með tónlist?“ Hún áætlar að þungarokksenan á Íslandi telji einungis um nokkur hundruð einstaklinga og því er þetta hlutfall sjálfsvíga gríðarlega hátt. „Ég þekkti þá ekki persónulega en þetta er lítil sena og það vita allir af öllum.“

[[5A7D1CE579]]

Fyrsta skrefið var að ræða við eigendur Gauksins sem voru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Aðgangur var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta. Níu hljómsveitir voru bókaðar sem og sálfræðingarnir Kristján Helgi Hjartarson og Tómas Kristjánsson, Hanna Ruth Ólafsdóttir frá Rauða krossinum og útvarpskonan Andrea Jónsdóttir.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.