fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Níðingarnir á netinu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

DV birtir í gær ítarlega umfjöllun sem sýnir á sláandi hátt varnarleysi ungmenna andspænis níðingum í netheimum. Hún opinberar einnig að engin bönd virðast halda þeim níðingum sem vilja brjóta kynferðislega á börnum og unglingum.

Til að kanna níðingsskap á netinu bjuggu blaðamenn DV, Kristjón Kormákur Guðjónsson og Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, til Facebook-síðu fyrir unglingsstúlku, Sigrúnu Ósk. Ungur aldur Sigrúnar fór sannarlega ekki á milli mála en margir karlmenn létu það ekki aftra sér frá því að hafa samband við hana gegnum Facebook-síðuna. Það virtist einmitt vera hinn ungi aldur sem heillaði þá sérstaklega. Þetta eru níðingar sem svífast einskis. Það að svipta unglingsstúlku sakleysi sínu er nokkuð sem þeir setja ekki fyrir sig.

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV.

Það er nöturlegur veruleiki að unglingsstúlkur geta búist við því að fá viðbjóðsleg skilaboð og tilboð um kynlíf verði þeim á að samþykkja vinabeiðni frá ókunnugum karlmönnum á Facebook. Í umfjöllun DV koma við sögu nokkrir slíkir menn sem fóru meðal annars fram á það að unglingsstúlkan sendi þeim nektarmyndir af sér og hitti þá til að eiga við þá kynmök. Einn þessara einstaklinga er skólabílstjóri sem er í samskiptum við börn svo að segja á hverjum degi. Búast má við að hann horfi þar girndaraugum á einhver þeirra. Annar maður, sem opinberaði löngun sína til að hafa kynmök við Sigrúnu, er með nauðgunardóm á bakinu. Hann ætlaði að ná markmiði sínu og hótaði að skaða sig léti hún ekki að vilja hans.

Hinir fullorðnu geta vissulega ekki vaktað börn sín öllum stundum en það er mikilvægt að þau ræði við þau um hinar miklu hættur sem geta fylgt því að samþykkja vinabeiðni á Facebook frá ókunnugum. Sigrún Ósk er persóna sem blaðamenn DV bjuggu til. Hún var á Facebook, rétt eins og flestir unglingar, og svaraði ókunnugum karlmönnum sem höfðu samband við hana. Hin venjulega íslenska táningsstúlka getur auðveldlega lent í sömu stöðu, svarað ókunnugum og fengið yfir sig sóðalegar spurningar og viðbjóðsleg tilboð. Enginn á að efast um hvaða afleiðingar slíkt hefur fyrir sálarlíf viðkomandi unglingsstúlku.

Blaðamaður DV, Kristjón Kormákur, sat fyrir rútubílstjóranum sem hafði verið í miklu sambandi við Sigrúnu Ósk og spurði hann hvort hann hefði ekki velt því fyrir sér hvort hann væri að gera eitthvað rangt. Svarið var ekki afdráttarlaust, hann sagði: „Jú,jú, ég hef alveg hugsað það.“ Hann sagðist ekki búast við því að endurtaka leikinn. Svar sem bendir til að hann útiloki það samt ekki. Frá honum kom ekki ákveðið: „Aldrei aftur!“ Það hlýtur að fara hrollur um okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins