Jarðskjálfti við Grímsey

Mynd: DV-Mynd

Jarðskjálfti mældist norðvestur af Grímsey rétt í þessu. Skjálftinn er af stærð 3,9.

Samkvæmt Bryndísi Ýr náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands átti skjálftinn sér stað klukkan 16:25.

Jarðskjálftahrina er í gangi á svæðinu og um tugur eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið.

Þá kemur fram í tilkynningu að jafnframt hafi borist tilkynningar til Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.