Þóra er í meðferð hjá tannlækni í Ungverjalandi: „Óttinn hvarf þegar ég gekk inn á tannlæknastofuna“

Íslendingar fljúga utan til að láta laga í sér tennurnar -Lægri kostnaður heillar marga

Er hjá tannlækni í Búdapest.
Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna. Er hjá tannlækni í Búdapest.

Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að Íslendingar ferðist til annarra landa með það að markmiði að fá tannlækningar á betra verði en þekkist hér á landi. Svokallaður tannlækna-túrismi er þó alls ekki nýtt fyrirbæri og margar tannlæknastofur, þá helst í Austur-Evrópu, eru með útibú í öðrum löndum þar sem fólki býðst að fá ókeypis skoðun og meðferðaráætlun.

DV leitaði til nokkurra einstaklinga til að öðlast betri skilning á hverju fólk leitast helst eftir í þessu samhengi og hvað beri að varast. Ásta Óskarsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir félagið hafa áhyggjur af því að Íslendingar freisti gæfunnar erlendis í leit að ódýrari tannlækningum. Hún segir þennan hóp fólks sjaldnast í leit að meiri gæðum eða betri þjónustu.

Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna, er í meðferð hjá tannlækni í Búdapest. Hún gagnrýnir íslenska tannlækna fyrir að reka hræðsluáróður gegn tannlækningum í útlöndum. Þá segir Guðmundína Ragnarsdóttir lögmaður, sem missti tennur í kjölfar erfiðrar krabbameinsmeðferðar, að það sé skammarlegt að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki meiri þátt í tannlæknakostnaði sjúklinga en raun ber vitni.

Aðspurð hvort hún hafi fengið efasemdir um að fara til útlanda í leit að ódýrum tannlækni, svarar Þóra: „Ég neita því ekki að helst hefði ég viljað sleppa við það að leita út fyrir landsteinana. Enda hefur verið rekinn talsverður hræðsluáróður gegn tannlækningum í útlöndum. Óttinn hvarf um leið og ég gekk inn á tannlæknastofuna. Hún var einstaklega vel útbúin tækjum og tólum. Svo þegar ég hitti tannlækninn og starfsfólkið sannfærðist ég endanlega um að ég væri að gera rétt. Þetta virðist vera fagfólk fram í fingurgóma sem talar mjög góða ensku. Ég treysti þeim mjög vel.“ Þá hitti Þóra í síðustu heimsókn nokkra Breta og einn Ástrala, búsettan á Spáni. Öll höfðu lokið meðferð á stofunni. Hún segir þau hafa verið mjög sátt og borið tannlæknunum gott vitni.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.